föstudagur, október 15, 2004

Föstudagur í mér

Ég hreinlega nenni ekki að læra núna. Ætti að vinna að verkefni í C++ eða klára heimavinnu í Enskunni, en ég bara hreinlega er í engu stuði. Hjölli var að reyna að setja í vélina mína þá stærstu örraviftu sem ég hef séð og hún er enginn smá hlunkur. En hún passaði ekki (grátur grátur) svo ég verð að halda áfram að þjösnast ekki á vélinni minni. Ég hef Tölvulistann grunaðann um græsku þar sem Hjölli keypti uppfærslu í tölvuna mína í vor, og sú uppfærsla hljómaði upp á 3200 örra, ok flott kúl, en svo þegar átti að fara að yfirklukka græsið þá var ekki alveg allt eins og átti að vera og Hjölli fór að skoða örrann - þá er hann yfirklukkaður í 3200!! og þar af leiðandi hitnar hann frekar mikið því viftan er ekki alveg að höndla álagið. Örrinn sjálfur er ekki nema 2700 !! hmm Hjölli ætlar að athuga þetta betur og gera vesen ef þetta reynist rétt (ég persónulega hef aldrei treyst Tölvulistanum, hef alltaf neytenda bókina við hendina þegar ég þarf að eiga eitthvað við þá)
Magnað að pikka þegar maður er búinn að klippa klærnar!!!

Engin ummæli: