mánudagur, október 11, 2004

Hætt í dag

Þá erum við komin í stopp eftir daginn. Enda búin að vera geggjað dugleg í dag. Hittum Vilborgu í hádegismat, sem var frábært, alltaf gaman að hitta hana! Og eftir daginn eigum við fullt af nýju flottu dóti:
  • Náðum í ofna og kaminu og komum þvi á bíl heim.
  • Náðum í hundamat, fyrir okkur og pabba, og nýjar hundamatarskálar handa prinsessunni.
  • Náðum okkur í nýja flotta kaffivél á afslætti í Byko sem gerir geggjað kaffi, og ég keypti fullt af góðu kaffi til að hafa með heim þar sem búðin heima selur bara þetta venjulega merrild og gevalia kaffi.
  • Fórum og náðum okkur í nauðsynjar fyrir tölvurnar, viftur aðallega.
  • Náði mér í olíu í Þumalínu sem varnar sliti og er góð sem nuddolía, hlakka til að byrja að nota hana og slaka á.

Núna sitjum við í pásu. Ætla að ná að hitta á Jóhönnu á eftir yfir rólegum kaffibolla. Hjölli ætlar að hitta Vésa vin sinn yfir rólegum kaffibolla - en sennilegast á öðru kaffihúsi.

Engin ummæli: