miðvikudagur, október 06, 2004

Stormur, kertaljós og kaffi...

Vaknaði við þetta sama og venjulega. Kom mér engann veginn fyrir. Fór niður á klóið, mætti tíkinni með sitt litla hjarta; hún gat ekki sofið sjálf vegna stormsins sem glymur úti. Leyfði henni að skríða til okkar. Kannski fannst mér líka sjálfri betra að hafa hana hjá mér. En lætin í veðrinu orsökuðu það að ég gat ómögulega sofnað aftur.
Skreið framúr, þau rumskuðu, lyftu hausum, löggðust svo aftur og steinsofnuðu. Ég ákvað að hella mér upp á kaffi, ilmandi súkkulaði möndlukaffi, kveikti á kertum og hækkaði á ofninum í tölvuherberginu. Ekkert smá notalegt.

Engin ummæli: