Sælinú
Við erum komin í menninguna, á grútskítugum bíl, á nöglum. Við löggðum af stað í sveitina í gær þar sem Kítara heldur sig við mjög svo gott yfirlæti (búin að fá popp og vídeó í dag) Setti naglana undir í gærmorgun áður en við héldum af stað, og þó þeir spænist kannski upp hérna á suðurlandi, þá sá ég sko ekki eftir því í gær á leiðinni frá Egs í Mývó, þar sem það var hált sumstaðar á leiðinni, og tvisvar keyrðum við framhjá bílum sem hreinlega höfðu flogið langt út fyrir veginn. Semst veturinn með hálkunni kom greinilega sumum ökumönnum á óvart.
En við löggðum af stað snemma í morgun til að geta nýtt daginn eitthvað hérna í dag.
Um helgina er svo vinnulota hjá mér í skólanum - laug frá 09:00 - 16:00 og sunn frá 10:00 - 16:00. það verður bara gaman að sjá aftur framan í liðið og ná að spyrja kennarana almennilega um þá þætti sem liggja ekki alveg ljóst fyrir.
En semst ferðin gekk vel, þó sé ekki það auðveldasta að keyra þessa leið komin á 7 mánuð. Þurfti að stoppa í hverri sjoppu til að rétta úr mér og pissa.
En súkkulaði kaffið á café Victor er eins og plástur á þreytuna sem myndaðist við aksturinn.
Hafið það gott dúllurnar mínar.
2 ummæli:
Velkomin í borgina! Þarf maður ekki bara að panta tíma hjá þér fyrir hitting?? Það er sko bannað að fara aftur án þess að hafa hitting!!
Hlakka til að sjá þig snúlla mín :o)
Ég vil gjarnan koma í viðtalstímann þinn ;) verðuru ekki bara með opinn tíma á einhverju kaffihúsi ? Kemst reyndar ekki seinnip.á laugard. :P en ég gæti kíkt til þín í HR þegar þú ert í matarhléi.
Inga Hrund
Skrifa ummæli