fimmtudagur, október 14, 2004

Mikið gott að koma heim.

Mánudagskvöldið hitti ég Jóhönnu aftur, semst höfðum betri tíma til að spjalla og sömuleiðis hittum við Vésa. Sátum heillengi og böbluðum út í eitt.
Þriðjudagurinn var tekinn með rólegheitum fram eftir. Fórum í sund, fengum okkur morgunverð og kíktum í Kringluna. Verlsaði mér fleiri föt og var það smá góð tilfinning. Núna get ég litið sómasamlega út, og ekki alltaf verið í sömu flíkunum.
Náðum okkur í mega flott tilboð í Elko. Uppþvottavél með 30þ afslætti þar sem hún hafði verið send fyrir mistök út á land. Ég smá happy - auk þess náðum við okkur í heimilissíma, svo núna er hægt að hringja í mig heimasími vs heimasími og spara þannig nokkuð margar krónur!!! Náði þar í CSI 2 leikinn Dark Motives, en hann mun sennilegast verða desemberleikurinn minn þegar prófin eru búin og ég get lítið annað gert en að liggja í sófa með lappann á kúlunni :o)
Við lögðum af stað úr bænum um þrjú, kíktum í kaffi til vinafólks okkar á Akureyri, og vorum komin í Mývó um 22:00 mega þreytt.
Tíkin varð vitlaus þegar hún hitti okkur aftur, hljóp í hringi og vissi ekkert hvernig hún átti að láta.
Tókum gærdaginn (miðvikudag) rólega fram yfir hádegi. Mamma var á morgunvakt og ég vildi ná á henni áður en við færum austur aftur. Nappaði af henni skyrtur sem passa vel utan um mig og sumar sennilegast vel út meðgönguna :o)
Brunuðum svo heim, og það var skelfilega gott að komast heim. Gerðum ekkert nema að henda pizzu í ofninn og leggjast í leti fyrir framan imbann. Tíkin lagðist strax til fóta á lazy-boy og þar sofnuðum við tvær fyrir klukkan átta - algjörlega búnar á því.
Annars er dagurinn í dag búinn að vera fínn. Naut þess að fá mér gott kaffi úr nýju cappucino vélinni minni (slurp). Annasamur fyrir hádegi, lærði á fullu og tók miðannarprófið mitt í Tölvuhögun, sem ég er meira að segja búin að setja í sniglapóst til kennarans.
Hjölli setti upp ofninn í herberginu mínu svo núna er ég alveg laus við að vakna á morgnana og hríðskjálfa á meðan það er að hitna. Áður var ég með svona frístandandi olíuofn sem stungið er í samband. En vegna þess hve miklu rafmagni hann eyddi þá var maður ekkert með hann í gangi í tíma og ótíma, heldur lækkað á honum yfir næturnar, kynnt vel á morgnana og svo lækkað aftur þegar ætluðum hita er náð. Laus við þetta bras núna = magnað!!

Engin ummæli: