Og rólegur sunnudagur - en sem komið er.
En í gær gat ég ekki sofið nema til fimm. Á stundum erfitt með að koma mér fyrir í rúminu svo þægilegt sé að sofa. Er enn að venjast þessari kúlu minni sem á bara eftir að stækka.
Svo ég fór framúr og byrjaði að læra. Tók Tölvuhögun fyrir og kláraði alla fyrirlestra sem ég átti eftir og fór í saumana á köflunum sem ég hafði ekki náð að fara í almennilega.
Um tíu skriðu þau á fætur, og þá færðist aðeins meira líf í húsið. Hjölli kláraði að parkett leggja herbergið sitt og það lítur geggjað vel út!!
Eftir hádegi ákváðum við að skella okkur til Egs, bara svona til tilbreytingar. Auk þess fannst Hjölla búrið, frystikistan og ísskápurinn eitthvað tómlegt. Hlutir sem ég hreinlega fatta ekki.
Biluð rigning, en who cares! Svo við fórum í Bónus, og BT (merkilegt nokk við versluðum ekkert i BT !!! ) Og í sund! Ohhh hvað það var gott að komast í sund, og í pottinn, bara til að slaka sér niður og slaka á. Splæstum hömmurum í söluskálanum, og þeir eru geggjað góðir þar. Semst svona algjör dekurdagur hjá okkur.
Þegar heim var komið var ég alveg búin - enda klukkan orðin sjö. Þá bara slappaði ég af fyrir framan tv, tölvulaust.
Núna er ég búin að ryðja úr herberginu mínu ölllu sem ég má ryðja sjálf. Hjölli ætlar að leggja parkett á það í dag. Svo núna sitjum við Kítara í lazyboy, með tölvuna á milli okkar (eða svona - þarf reglulega að ýta eyranu hennar í burtu af lyklaborðinu) gæðum okkur á súkkulaðibitakökum aLa Dóa, og látum fara vel um okkur. Enginn lærdómur í dag, ekkert stress, bara afslöppun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli