laugardagur, október 02, 2004

****geisp****

Jamm ég er vöknuð og meira að segja þó nokkuð síðan. Þetta eru afleiðingar af ótalmörgun klósettferðum og vegna líkamlegra breytingar sem gera það að verkum að maður getur engann veginn komið sér fyrir.
En nóg um það, nýt þess að sitja og hafa það náðugt í kyrrðinni, sötra ljúffengt kaffi og vera ekkert að stressa mig á hlutunum, það er jú laugardagur í dag.
Hjölli kom heim um hádegið á miðvikudaginn. Allt gott og blessað varðandi það. Kom heim með fullt fullt af parketi - jey!!
Mamma, Þórhalla systir og Hjörtur Smári komu á fimmtudaginn. Var frábært að hitta þau, og áttum notalegan dag saman. Og mamma sagði að það ætti ekki að vera neitt mál að passa fyrir okkur í næstu viku - svo ég get farið róleg til R-víkur, vitandi að það fer vel um litlu prinsessuna mína. Svo við komum í bæinn á fimmtudaginn!!
Gærdagurinn fór í verkefnið, alveg! Reyndar hafa allar lausar stundir hinna daganna líka farið í þetta blessaða verkefni. Og aftur kom Vilborg mér til aðstoðar þessi elska!! Hún náði að skýra út fyrir mér hluti sem kennarinn var í engri átt með! Way to go Vilborg!!
Hjölli Byrjaði á að parketleggja sitt herbergi, klárum það í dag, og ráðumst svo á mitt herbergi. Rosalega verður gaman að losna við þetta gamla teppi af herberginu, enda er líka allt annað að sjá herbergið hans í dag! (ég er þá alltsvo að tala um tölvuherbergin okkar)
Já við fórum í mæðraskoðun á fimmtudaginn. Allt í gúddí, life and kicking, nema ég er með grindarlosun eitthvað á byrjunar stigi, og á að dæla í mig b1 og b6 vítamínum. Þetta er eitthvað afar algengt og enn ekkert til að hafa áhyggjur af segja þeir, enda er þetta ekkert að há mér eins og hann (læknirinn) hélt í fyrstu. Verkirnir sem ég hef leiða ekkert út frá sér, og ef ég passa mig og fer rólega í hlutina þá ætti ég að vera ok. Nema ég má ekki ryksuga og hitt og þetta.
En helgin er frátekin undir Tölvuhögun þar sem hún hefur fengið að sitja á hakanum sl viku. Og afslappelsi þar á milli. Kannski meira að segja næ ég að plata manninn minn með mér í sund...
Eigið góða helgi dúllurnar mínar!!

Engin ummæli: