laugardagur, október 16, 2004

Orlando here I come!!!

Við ætlum að skella okkur í smá reisu. Eigum flug til Orlando 24 okt, og heim aftur 2 nóv. Hlakka geggjað til - stressuð og spennt en hlakka meira til svo stressið skyggir ekkert á. Kítara verður á hundahótelinu á Kjalarnesi, hún (og ég líka) hefur bara gott af því. Knúsan okkar hún Dóa ætlar að hýsa okkur þá daga sem við verðum í bænum en áætlað er að koma aftur í bæinn á fimmtudag næsta!
Okkur er búið að langa til að fara út í langan tíma, bara tvö ein, gera eitthvað bara tvö ein. Og núna er ágætis tími, mér líður vel, get tekið viku frá námi (með að læra hellings og meir á undan og á eftir - en það er vel þess virði) þar sem prófin byrja ekki fyrr en um miðjan nóv. Ljósmóðirin mín sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að fara, ég væri hraust, okkur báðum liði vel (mér og bumbubúa) svo við ættum endilega að nýta tækifærið á meðan gæfist. Guð má vita hvenær við fáum tækifæri til þess aftur!!
Sem sagt taka frí frá öllu áður en allt byrjar!

Engin ummæli: