föstudagur, október 08, 2004

Þreyttur...

Þegar maður er ekki kona einsömul þá hefur maður hreinlega ekki sama úthald og undir venjulegum kringumstæðum. Núna er ég gjörsamlega uppgefin og klukkan ekki orðin sex. Erum búin að gera fullt í dag, en vegna óviðráðanlegra orsaka þá gátum við ekki gert nærri allt.
Langar til að hitta alla, hef verið að hugsa um "opinn kaffihúsatíma" en hreinlega hef ekki glóru um hvenær sá tími ætti að vera. Er í hádegishléi í skólanum báða dagana, sennilegast klukkutíma í senn. En þori þó ekki að staðfesta það hér og nú. Kannski möguleiki á eftir skóla á morgun, þe eftir kl 16:00 á einhverju kaffihúsi. Kannski mælir Dóa með Amokka kaffi??

Engin ummæli: