ok það er ekki hlaupið að því að fara til US með skömmum fyrirvara svo við fengum að breyta og förum til London í staðinn. Og fáum flugmiðunum breytt í pakkatilboð með hóteli og alles. Við höfum hvorugt farið til London svo það verður bara gaman að sjá eitthvað nýtt. Hlakka geggjað til !!! Svo núna förum við út 22 okt og komum heim 29 okt! Keyrum semst suður á fimmtudag.
Og úti snjóar og snjóar! Það er búið að snjóa síðan um 10 í morgun og guttarnir eru þegar farnir að hreinsa götur. Búin að fara í rallýbílaakstur í skaflinum sem myndast alltaf á stæðinu mínu, og er alltaf jafn ánægð með góða bílinn minn sem er þokkalega duglegur í snjó!
En það er svo eins og vanalega önnur saga með blessaðan lærdóminn og skilning minn á honum. En ég er búin að ná að klambra saman alveg sjálf svona þokkalega í áttina að því sem við eigum að skila á þriðjudag, þe á morgun. Kemur allt í ljós.
Ég er að fara til London - jey!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli