fimmtudagur, október 21, 2004

Komin í borgina

enn og aftur. Vorum komin í hádeginu, svaka dulega að vakna snemma og keyra frá A-eyri. Kítara er á hundahóteli, var soldið erfitt að skilja hana eftir þar, en eins og ég hef sagt áður þá höfum við báðar gott af þessu. Og auðvitað ef þetta gegnur vel með hana núna þá er það gott mál ef mann langar til að skreppa til R-víkur yfir helgi og þurfa ekki alltaf að biðja mömmu og pabba að passa. Hótelið sjálft leit mjög vel út, snyrtilegt og nóg pláss fyrir hundana í búrunum sínum með nægan mat í döllum, og fullann aðgang að útibúri sem er fyrir þá sjálfa. Einnig er stór girðing sem þeir geta allir verið saman. Hún á sennilegast eftir að skemmta sér vel.
En við erum búin að gera það sem við þurftum að gera í bænum í dag. Svo núna er allt klárt fyrir ferðina á morgun og lítið annað að gera en að slappa af þangað til. Áætlað er að fara á Ítalíu í kvöld og bjóða gestgjafanum okkar með. Fóðra þarf fátæka námsmanninn líka!! Sem á það svo skilið þar sem hún gerir lítið annað þessa dagana en að læra.
En þangað til næst - hafið það gott og sjáumst hress!!

Engin ummæli: