Jamm þetta er búið að vera skemmtilegt. Við fórum þreytt í sund á laugardaginn og komum endurnærð í mat til systur Hjölla á laugardagskvöldið. Mjög ánægjuleg stund þar.
Sunnudagurinn hófst með sundi og svo brilliant morgunverði á Gráa Kettinum. Klassi að geta sest inn svona snemma á sunnudegi, fengið sér staðgóðan morgunverð, kaffi og litið í blöðin áður en skólinn byrjaði þann dag.
Skólinn var fínn. Var virkilega ánægð með útkomu úr verkefninu mínu og miðannarprófstesti sem við tókum svo að segja upp á sportið þar sem það gildir ekki. Lærði hellings og meir í gær, réðst á kennarann og pikkaði breinið hans á milljón, og spurði hann um allt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Líður miklu betur á eftir, og náði að öðlast meira sjálfstraust varðandi námið. Hann líka sagði að hann hefði engar áhyggjur af mér þar sem hann fyndi fyrir góðum skilning hjá mér varðandi hvað við værum að læra og gera.
Eftir skóla í gær fórum við að sjá myndina Cellular í Laugarásbíó. Mjög skemmtileg mynd, en flottast þótti mér auglýsingin frá Smáís í startið. Langaði helst til að taka hana upp á videocameru og lóda henni á netið.... bara svona upp á sportið :o)
Svo loks náði ég að hitta á Dóu vinkonu. Sátum á Kaffi Victor og áttum fína kjaftistund.
Svo í dag byrjaði dagurinn kl sjö, í sund, bíllinn bónaður, kaffi á Mílano, fullt af stöðum til að fara og vinna og skoða og brasa og útrétta. Núna er smá stund til að pústa. Sviss mokka á Victor.
Hádegismaturinn er lunchdate með Vilborgu. Hlakka til að hitta hana líka. Þá er ég búin að ná að hitta 3 af mínum 4 bestu vinkonum :o) Og verður það að teljast mjög gott þar sem tíminn hefur ekki verið of mikill. Á svona helgum mætti sólarhringurinn vera allt að 36 klst svo maður nái að gera allt og hitta alla sem mann langar til að hitta.
Mamma er búin að hringja daglega með skýrslu varðandi tíkina, en hún hefur það rosalega gott, popp, pizzuskorpur, labbóar og dúll. Yndislegt, sakna hennar smá......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli