föstudagur, mars 13, 2009

.... einu sinni enn föstudagur...

hrikalega líður tíminn hratt..!! ég er ekki alveg að fatta þetta - strax aftur kominn föstudagur.  Finnst eins og í gær að Anna mín væri að koma og við værum að fara á Hálfvitatónleika.  Sem voru btw hrikalega skemmtilegir.  Og við Anna hlógum svo mikið. 

þessi helgi er plönuð í afslappelsi.  Við sonur erum búin að ákveða á hvaða mynd við ætlum í bíó. Og svo er planið að fara í jólahúsið líka.  Mikið verður þetta gaman hjá okkur!

Hann er allur að koma í fætinum.  Hann er ekki byrjaður að labba eðlilega aftur , en er farinn að stíga meira í fótinn og æfir sig.  Gruna hann um að finna fyrir brotinu, og ég veit að hann man vel eftir sárskaukanum.  Þegar hann steig óvart í fótinn hjá lækninum sama dag og þetta gerðist þá fór hann að gráta, og ég hef aldrei séð hann gráta eins og hann gerði þá.  Svo ég ljái honum ekki fyrir að vera hræddur. 

Það er reyndar vélsléðamót í sveitinni með balli og tilheyrandi, en ég er samt að spá í að vera bara sófarotta þessa helgi. 

Mér líður afskaplega vel.  Alltaf jafn gaman í vinnunni.  Mamma og pabbi komu áðan og buðu mér í hádegismat hrikalega gott - takk fyrir mig elsku mamma og pabbi.  Pabbi setti líka eitthvað sprey á bílinn minn; hann vildi ekki fara í gang í morgun, en svo datt hann í gang (á minni frekju einni saman) sem þýðir að þetta er ekki í geyminum... pabbi er alveg hvumsa yfir þessu... kemur í ljós kemur í ljós. 

Jámm gaman að vera til....

DSC00507

miðvikudagur, mars 11, 2009

Þreytt á snjónum

En það er bara ekkert við því að gera.  Ekki á ég penge til að flýja út í sólina.  Þakka bara fyrir að eiga bíl sem fer í gang og er fljótur að hitna, hlý föt og góða skó, og sonur minn á góðan snjógalla, góða skó og góðar húfur og vettlinga.  Við erum við öllu búin.  Er meira að segja með reipi í skottinu til að kippa litlum bílum uppúr sköflum eða ef mig vantar aðstoð við skaflana..

Annars er lítið að frétta af okkur.  Gabríel notar fótinn alltaf aðeins meira hvern dag, og þetta kemur allt saman. Hann er samt ragur enn við að stíga í fótinn, hræddur greinilega. 

Langar hrikalega í Fellshlíð næstu helgi.  Er samt ekki viss um hvort ég eigi að drösla Gabríel í burtu aftur þar sem hann er ekkert búinn að vera heima í fríi svo lengi.  Og næstu helgi þá förum við í sveitina þar sem þá er afmælishelgin okkar Þórhöllu systur. Kemur í ljós kemur í ljós..

mánudagur, mars 09, 2009

Hálfvitar og ófærð..

Sótti guttann minn í sveitina á miðvikudag, en hann er ekki alveg farinn að labba ennþá.  Hefur bara gott af því að fara í skólann og gleymir sér frekar þar en heima. 

Anna mín kom á föstudaginn og við skelltum okkur á tónleika á Græna Hattinum.  Hálfvitarnir voru að spila og var það hin besta skemmtun.  Nýja efnið þeirra er mjög skemmilegt.  Svo fengum við Anna okkur vel í báðar stórutærnar og maður var þægilega rykugur daginn eftir.  Held að við höfum verið á fótum til hálf sex við að kjafta :) Þetta er alveg nauðsynlegt að gera.  Tvær saman að sötra bjórA og kjafta og skemmta okkur saman! Ég skemmti mér svo vel að ég lifi á þessu lengi. 

Fór uppí sveit.  Nennti ekki að fara heim aftur þann dag svo ég gisti uppfrá og knúsaði drenginn minn.  Hefði kannski átt að fara þar sem við urðum svo veðurteppt þar.   Sylvía og Áslaug höfðu verið svo yndislegar að grípa Gabríel með sér á föstudag og hann talar um það hvað það var gaman og það sem þær gerðu með honum.  Dekruðu hann alveg.  Svo þær voru veðurtepptar þarna líka.  Æ bara fínt að slappa af.  Þær voru svo yndislegar að taka Gabríel með sér út að leika í gær í vondaveðrinu.  Hann var ekkert smá kátur með þetta.  Setti inn myndir: Úti að leika í vondu veðri.

Vöknuðum svo í morgun og biðum eftir að sjá rauðu línurnar breytast í hvítar á vefnum hjá Vegagerðinni.  Og þrykkti súbba í gegnum nokkra skafla á leiðnni.  Áttaði mig náttla ekki á að nyrðri leiðin í kringum vatnið er mokuð á eftri syðri.  Ég fór nyrðri hehe og stelpurnar á Boru í kjölfarið :) en að sjálfsögðu sökum ógurlegrar ökumannshæfni okkar Áslaugar þá komumst við í gegnum þá :o)

vont vedur

þriðjudagur, mars 03, 2009

minn maður farinn að stíga í fæturna :)

Jámm leikur getur hjálpað til og hvað er betra en snjór og flottur bíll:

clip_image001

Boðskort í fermingu..

Hann sonur minn fær boðskort í fermingu bróður hans.  Mér finnst þetta bara gaman! Veit að pabbi hans fer og vonandi verða aðstæður þannig að hann geti nú farið með honum og hitt Atla stórabróður eins og hann kallar hann :o)

Snyrtipinninn

Á sunnudag kom ég við í opnunarteiti Snyrtipinnans! það er bara frábært að sjá vinkonu sína opna stofu og þetta er svo flott hjá henni!!

Til hamingju með þetta elsku vinkona!!

snyrtipinninn

Ein í koti.

Við áttum snilldar helgi í sveitinni.  Fórum á vatnið, ísilagt og á kafi í snjó.  Veiddum silunga í gegnum vök, lékum okkur á sleða, og það var rosalega gaman. 

Hann er enn fótbrotinn þessi elska.  Ég kom ein heim á sunnudeginum.  Mikið var tómlegt heima.  Vantar litla kút til að dralsa allt út og kalla mamma mamma.  Sæki hann sennilegast á morgun.  Hann er farinn að langa svo heim að hann reynir að stíga í fótinn.  Og er farinn að geta tillt í tána svo þetta er allt að koma. 

Það er bara allt við það sama hjá mér.  Alltaf gaman í vinnunni.  Súbbinn farinn að hegða sér aftur.  Laus við alla karlmenn.  Fann um daginn að ég var að leyfa neyslu fyrrverandi að hafa áhrif á mig.  En ég hristi það af mér.  Mér fannst leiðinlegt að heyra ekkert frá honum út af síðustu pabbahelgi.  Og finnst vont að neyslan skuli enn hafa áhrif á mitt líf og núna Gabríels líf.  Sýnir bara hvað þetta smitar út frá sér, og hefur áhrif á miklu fleiri en bara þann sem er í neyslunni.  Vildi bara að ég gæti losnað undan þessu.  Ekki þurft að alltaf hugsa "skildi hann eða ekki... " Það er svo sárt vegna Gabríels.  Og aftur finn ég fyrir því að ég er hreinlega ekki tilbúin til að taka áhættu á að hleypa öðrum inn.  Treysti bara ekki.  Held oft að ég sé nú komin á þann stað að það væri nú fínt að fara að huga að þessum málum.  En svo einmitt gerist eitthvað og ég fæ bakslag og bakka aftur inn í öryggið mitt. 

Þannig í dag nýt ég þess að vera bara ég og hlakka til að fá soninn minn heim.  Tek hverjum degi eins og hann er og tekst á við hann með jákvæðni og æðruleysi. 

DSC00757

föstudagur, febrúar 27, 2009

Skemmtilegt sms

hæ ég fékk þessa mynd í smsi í morgun, og bara varð að deila henni með ykkur:

morgunmatur hja ommu

"Góðan dag elsku mamma, góður morgunmatur hjá ömmu.

Cerios rúsur,epli, skrúfur og ís.."

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Öskudagur

ég er stolt mamma Spidermans í dag :) Hann var ekkert smá kátur að fá að fara í spiderman búningnum í skólann.  Þegar við komum þangað þá tóku annar spiderman og batman á móti okkur. 

Bíllinn minn fór í gang.  Fór og sótti nýjan rafgeymi í hann og þeir voru svo indælir á Olís stöðinni við Tryggvabraut að smella honum í fyrir mig líka :) á meðan sofnaði fótbrotna barnið mitt værum síðdegisblundi í bílnum.  Fannst þetta greinilega virkilega notalegt.

Ég sótti hann þrjú.  Dagarnir eru allt of langir fyrir hann svona, á meðan hann er brotinn.  Núna krosslegg ég putta um að þeir nái að halda Víkurskarðinu opnu í dag.  Sæki hann í hádeginu og fer með hann uppeftir.  Planið er að slá kött úr tunnu þar.  Og svo ætlar hann að verða eftir hjá afa sínum og ömmu.   Það er skítaveður úti.

Er að hlusta á börnin syngja niðri.  Núna er ég ekki í miðri eldlínunni við nammiafhendingu.  Þetta er ágætt.  Gaman að heyra mismunandi lög, en alltaf eru Bjarnastaðabeljurnar vinsælar.  Best þó enn sem komið er að heyra lagið Sonur Hafsins með Ljótu Hálfvitunum.  Og krakkarnir tóku það býsna vel, allavega gat ég sötrað kaffið mitt við skemmtilegt lag.

Eigið góðan dag í dag vinir og fjölskylda nær og fjær!

24022009

Gabríel við rafgeymaskiptin. 

mánudagur, febrúar 23, 2009

Er mánudagur...?

barnið fótbrotið og bíllinn straumlaus....

En allt fer vel.  Góður nágranni á hrikalega flottum Jeep, breyttum, gaf súbba straum í morgun. Og Gabríel fór í skólann.  Ég vona að hann geti skemmt sér þar í dag. 

En helgin var þannig að á föstudag þá var meiriháttar skemmtilegt barnaafmæli hjá Jóhannesi vini Gabríels.  Mömmur velkomnar líka og sátum við og spjölluðum á meðan drengir okkar og 2 stúlkur sem fengu að vera með líka, dunduðu sér við að rústa heimilinu.  Og þó minn maður væri skríðandi um allt þá var hann ekkert að láta það hefta sig í neinu.  Vinir hans eru svo góðir og hjálpsamir, jafnvel Jóhannes fær samúðuarverki og haltrar með Gabríel, hrikalega sætt. Og Gabríel skemmti sér vel.

Á laugardag þá vildi hann ekki enn stíga í fótinn og við förum  uppá slysó kl 9.  Þar er hann skoðaður miklu betur, þar sem hann vill ekki stíga í fótinn svona löngu eftir "snúning" á ökklanum hringdi viðvörunarbjöllum hjá læknunum.  Hann var skoðaður alveg frá mjöðmum niður í tær, ekki sentímetri sem slapp undan skoðun. Og þá fannst svona þumlungi fyrir ofan ökkla, smá bólga og mjög viðkvæmur staður á fætinum.  Bæklunarlæknir kallaður til og hann fer aftur yfir myndir og skoðar það sem hinn læknirinn fann og úrskurðar hann brotinn.  Hann hafi séð þetta áður, reynslan segir honum að lítil brot geta leynst í vaxtalínum beina barna og erfitt eða ógerlegt sé að sjá það á myndum.  Hann vildi ekki setja hann í gifs, taldi það óþarfi þar sem hann er að ná að sofa, leika sér, bera sig um og hlýfir fætinum alveg sjálfur.  Það myndi bara hefta hann við að setja í gifs.

Svo við áttum bara rólega og notalega helgi eftir það.  Hann fékk verðlaun fyrir að vera svo duglegur hjá lækninum.  Leiftur bíl með pitstoppi - svaka flott dæmi.  Hann er búinn að langa í það lengi lengi lengi.  Alltaf vildi hann fara í búðina og skoða.  Svo þar sem hann var svo duglegur þá auðvitað átti hann svo fyllilega skilið að fá eitthvað til að gleðja. 

Ég slappaði vel af þessa helgi.  Horfði á Despó í bólinu til hádegis í gær.  Komin á þátt 15 - hrikalega spennó ! Og sonur hamingjusamur með dótið sitt og Bolt.  (myndin Bolt) Ég náði mér í Pirates of the Caribbean safnið á föstudaginn og naut þess að horfa á þær.  - Inneignir síðan um jól!! Fengum okkur bollur í gær.  Reyndar voru krakkabollurnar kleinuhringir með nammi ofaná.  Hann var ekkert mikið hrifinn.  Ég hinsvegar fékk mér svo rauðvín og smá súkkulaði í tilefni konudagsins í gærkveldi eftir að sonur var sofnaður.  Maður er kannski single en má samt ekki gleyma að dekra við sjálfa sig.  Ef enginn annar er til að gefa manni blóm þá á maður að kaupa þau sjálfur.  Aðeins að gleðja sálartetrið !

gah2

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Öklasnúningur

Á mánudag hringdu þær í mig á Flúðum; sonur minn slasaður.. Ok - allar hugsanirnar sem flæddu um hugann úffff..

Ég sæki hann um tvö.  Við uppá slysó.  Þar tekur við um 2 tíma ferli á skoðun og myndatöku. Og sem betur fer þá er molinn minn ekki brotinn! ég var farin að sjá hann fyrir mér í gifsi uppá hné.

picture-money-flyingÉg var farin að sjá þúsundkallana fljúga í burtu á FSA með allar þessar myndir og allt fólkið sem við urðum að tala við.  En við fengum góða þjónustu og gott fólk greinilega að vinna þarna á FSA.  Og þar sem kiðlingurinn minn er bara 4 ára og þetta var leikskólaslys þá borga ég bara um þúsund krónur í "umsýslugjald"

Ég var mikið hamingjusöm með þetta.

Nú við sonur erum heima næstu 2 daga.  í gær þá var hann farinn að skríða um íbúðina og verða nokkuð sjálfbjarga, svo ég ákvað að hann gæti farið í leikskólann í dag - með samþykki kennaranna hans auðvitað :) Þakka bara fyrir hans góða jafnaðargeð.  Hann er vanur því að geta verið um allt, gert allt, ekki hans stíll að sitja bara kjurr og geta ekki gert það sem honum sýnist.  En  hann tók þessu vel, var ofboðslega duglegur.  hann var orðinn soldið leiður á inniverunni í gær hinsvegar svo við fórum á rúntinn.

Fórum á Glerártorg. Setti kútinn bara í innkaupakörfu og trillaði honum um í henni :) hann fékk ís og dekur auðvitað! ég fékk lánssíma hjá Vodafone - já minn er farinn aftur í viðgerð.  Ég var ekki kát. 

Annars kom Sylvía Ósk við á mánudag og færði honum nammi - skoraði mörg stig fyrir það hjá mínum manni ! - hann varð ekkert smá góður með sig.  Þriðjudag fengum við Önnu úr Fellshlíð í heimsókn, alveg frábært að fá smá Önnuknús í miðri viku :)

Setti súbbann í skoðun! og hann fékk skoðun - án athugasemda! ég ekkert smá montin!!!

Núna er helgin framundan.  Hlakka bara til hennar :)

12022008

mánudagur, febrúar 16, 2009

Bara sætastur!!

bara varð að smella þessari mynd hérna inn .  Hún er tekin á gsminn hennar mömmu minnar :)

GAH i glugga

Vélsleðar og mótorhjól

Alveg hreint dásamleg helgi að baki.  Þegar ég sótti soninn á föstudag í skólann, ljómaði hann.  Afi hans og amma voru í kaffi, var það sem komst að hjá honum.  Hann var svo hrifinn af að hafa fengið þau í heimsókn að lítið annað komst að. 

Við fórum upp í sveit.  Alveg hreint snilld að vera komin uppeftir í björtu.  Samanspil af lengri dagsbirtu og styttri vinnudegi.  Kannski ekki styttri vinnudegi, hann færðist klukkutíma áfram.  Byrja átta og hætti fjögur.  Alveg snilld fyrir mig :)

jamm það var að vanda gott að komast í sveitina.  Pabbi var búinn að græja sleðann sem er til í Belg. Hann hafði ekki verið hreyfður í langan tíma, var td ekkert ræstur í fyrra.  Yamaha venture, 2001 módel, keyrður 120km... kannski eitthvað smá meira núna þar sem hann var vel notaður um helgina.  Sonur minn alveg sjúkur núna.  Hann fór fyrst með mér eina ferð uppá horn (á gangbrautinni) og aftur til baka. vildi þá hætta.  Nema hann vildi fara uppí fjall, og afi hans sem greip í sleðann á eftir mér, fékk hann með sér, og Gabríel fór upp í fjall með afa sínum, og þá var vélsleðavírusinn kominn.  Ég td fór á rúntinn aftur eftir hádegi, og þá vildi hann sko fara á rúntinn líka.  Þetta er bara gaman!!

Horfðum á mótorhjólakeppnina á Mývatni. Var hrikalega gaman.  Sylvía var reyndar ekki að keppa, en það var samt gaman að horfa á.

Við mamma fórum í lónið.  Mikið afskaplega afslappandi er þetta.  Notalegt, hlýtt og kósí.  Mig jafnvel langaði í bjór, en nenni hreinlega ekki uppúr til að sækja hann.  Fékk mér einn á meðan ég beið eftri mömmu.  Svo gott veður, stillt og notalegt.

Ég finn hvað mér líður alltaf betur og betur þessa dagana.  Ég finn að dagurinn er að lengjast.  Ég höndla mjög illa allt þetta myrkur.  Kuldann þoli ég bara hreinlega alls ekki.  Sem betur fer kom þetta kuldakast núna en ekki október. Veit ekki hvernig ég hefði tæklað uppsögn, minni dagsbirtu og kulda allt í einu.. en hefði örugglega fundið einhvern ljósan punkt eins og ég er vön.

ANNA GEIRLAUG EKKI LESA NÆSTU SETNINGU - ég ætla að splæsa á mig ljósakorti.  hlakka svo til að fá yl og ljós. Auk þess að þegar hættir að vera svona hrikalega kalt þá fer ég að synda aftur.  hreinlega fæ mig ekki ofaní í 15 gráðu frosti...

í dag er heitt, svell úti, rigning (hreini bíllinn minn orðinn skítugur aftur) og sonur minn kemur heim í dag, alsæll og örugglega grútskítugur eftir útiveru. 

Vona bara að snjórinn komi ekki aftur.  Samt erfitt að vona  það þar sem þá er ekki hægt að fara á sleða.... 

gah_yamaha

föstudagur, febrúar 13, 2009

hamingjusamasti drengur í heimi

já ég held það bara.. hann ljómaði í morgun þegar afi hans  hringdi og sagði að þau kæmust í afa og ömmu kaffi sem er á Flúðum í dag.  Ég vissi ekki hvert hann ætlaði- þyrlaðist um og flaug í fötin.   Pabbi tók daginn í fyrrafallli til að geta komist og ég mér finnst það svo frábært.  Þetta skiptir Gabríel svo miklu máli.  Mér hefur alltaf þótt það leiðnlegt hvað hin amman og stjúpafinn láta hann afskiptalausan.  Og oft velt því fyrir mér hvað ég á að segja við Gabríel þegar hann fattar það að hann td fær aldrei afmælis eða jólapakka frá þeim... Kannski verður hann bara orðinn svo vanur því.  Ég var vön að leyfa þessu að fara í pirrurnar á mér, fannst þetta svo leiðinlegt Gabríels vegna,.  En ég hætti því.  Svona er þetta bara.  Enda þakka ég fyrir hvað foreldrar mínir eru yndislegir.  

Nú er helgin framundan.  Vilð sonur ætlum í sveitina í dag.  Að skoða sleða, horfa á mótorhjól úti á vatni á morgun og slappa af.  Njóta þess að vera í helgarfríi saman hjá mömmu og pabba :o)

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Fimmtudagur..

Og helgin nálgast, hrikalega hlakka ég til hennar.  Pabbi er búinn að taka út vélsleðann í Belg. Setja á hann olíu og bensín, og hann er klár uppi í Grænum lausnum.. Ætlum að gera tilraun aftur með soninn, hvort hann fáist nú ekki á sleða með afa sínum eða jafnvel Lárusi.   Hann er búinn að skoða þennann sleða oft, fá að kíkja undir seglið sem hann var geymdur undir, setjast á hann og horfir allaf á hann með stjörnur.  Svo er bara spurning hvort stjörnurnar hverfi þegar sleðinn er settur í gang!

- og já Anna þetta er Yamaha sleði :o)

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Tíminn flýgur!

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða! Vikurnar fljúga áfram.  Það er líka gaman að vera til.  Okkur líður vel. 

Kíktum í Fellshlíð um helgina.  Og eins og alltaf er yndislegt að koma þangað.  Rólegt, hlýlegt, afslappandi andrúmsloft, notalegheitin.  Anna mín var lasin greyið.  Vona að hún nái að hrista þetta af sér. 

Hvolparnir eru bara yndislegir.  Gabríel var hálf smeykur við þá.  Td vildi hann ekki klappa þeim.  Hann vildi frekar tala við Blíðu.  Eins og hann væri feiminn við hvolpana; Frigg og Freyju.   Hann beið eftri Hermanni.  Hann dýrkar Hermann.  Hermann náttla náði honum alveg þegar hann gaf honum stóra slummu af sultu á kjöt eitt skiptið sem við vorum þarna.  Eftir það þá var Hermann í goða tölu hjá honum.  Heyrist reglulega í honum "þegar ég verð stór eins og Hermann... " - já hann Lárus  má passa sig he he he En það kom mér á óvart að hann vildi ekki fara á sleða.  Hann þverneitaði þegar sleðinn var kominn í gang.  Jafnvel ekki með mér heldur.  Mér dettur í hug að plata pabba og Lárus næstu helgi til að plata hann á sleðann í Belg.  Hann talar um sleðann, með svo mikilli hrifningu, og hann var svo ákveðinn í að fara á sleða, en hávaðinn verður hjartanu sterkari og hann bakkar. 

Ég er náttla ógó montin mamma.  Hann fékk svo góða dóma í foreldraviðtalinu á föstudaginn.   Allt jákvætt, duglegur að gera allt, góður og blíður, stríðir ekki, er ekki strítt, duglegur að tileinka sér nýja hluti, að læra, jákvæður í leik, og jákvæður á nýja hluti. 

Ég var svo ein heima á laugardagskvöldið.  Hann kíkti til pabba síns og gisti eina nótt í Grænugötu.  Kom svo hress heim daginn eftir. 

Lake Mývatn 2

Mývatn í vetrarskrúða

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Allt í góðu :o)

já það er sko allt í góðu hjá okkur Gabríel.  Dagarnir hafa verið skemmtilegir, nóg að gera.

Jámm búin að fara á tvö þorrablót, eitt í Skjólbrekku minni sveit, og eitt í Reykjadal með henni Önnu minni og fríðu föruneyti! Bæði þessi blót voru vel heppnuð og mikið gaman!!! Mikið dansað, sungið og etið.  Þorra blótað eftir bestu getu, með mikilli ákefð og hákarlsáti!! Reyndar lét ég annað fólk um að drekka almennilega.  Var reyndar heldur rykug eftir mývó blótið, en tók bara hálfan skammt af því búsi með á Reykjadalsblótið.  Enda var skráð barnaafmæli hjá mér daginn eftir.  En vá hvað það var gaman að fara og sleppa aðeins af sér beislinu.  Mér finnst svo langt eitthvað síðan ég hafði farið almennilega á djammið með músinni minni, og það var sko bætt upp með tveimur helgum í röð!

Gabríel er alltaf samur við sig.  Kátur og hress. Ég er búin að redda honum öskudagsbúning; Spiderman auðvitað! og hann er búinn að vera í honum nánast síðan.  Fæ hann reyndar úr gallanum á kvöldin - núna..

miðvikudagur, janúar 28, 2009

fingurkoss frá gullmola

fékk þessa í smsi :

DSC00497

síminn minn kominn í viðgerð...

borgaði kr 1.990.- fyrir forgang... ég meika ekki að bíða í 4 vikur efrtir honum aftur.  Fæ hann til baka í næstu viku.

Janúar - 31 dagur.. mannréttindabrot??

já samkvæmt vinkonu minni þá er að eiginlega hálfgert mannréttindabrot að Janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.

Ég var að glugga í gömul blogg hjá mér því mér finnst gaman að sjá hve langt ég er komin..  Hve niðurbrotin ég var fyrir um 2 árum, en hve sterk ég er í dag og hve yndislegt líf mitt er í dag!

Og þar er "miðvikudagur, janúar 31, 2007" :

So true

"Af hverju er þessi mánuður búinn að vera grunsamlega lengi að líða, en samt fljótur.. það er kominn 3o jan, en samt einn dagur í útborgun enn!!!"

þessa klausu fann ég á bloggi systur vinkonu minnar. þegar vinkonur blogga lítið fer maður að glugga í blogg þeirra nærstöddu til að ath hvort eitthvað sé að gerast. En þetta var akkúrat það sem ég hugsaði í gær. "vá hvað þessi mánuður er búinn að vera lengi að líða - samt búinn að vera á milljón allann mánuðinn. Svo mikið búið að gerast og miðað við það allt ætti að vera kominn Mars!! þetta er ekki venjulega svona og ég er alls ekki vön þessu áreiti og þessu stressi sem fylgir svona miklum breytingum. 2007 byrjar með bombu hjá mér - það er satt. Og það er enn ekki útborgað fyrr en á morgun.

- og vinkona mín kommentar (btw þessi sem bloggar sjaldan):

"Eiginlega er það hálfgert mannréttindabrot að janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.
Hann ætti bara að vera svona... jah í mesta lagi 16 dagar!"

bleehhhh....

Einn af þessum dögum.. ég er með hor og hósta og hnerra... vaknaði reyndar með hálsbólgu á laugardaginn en hélt að það væri vegna óhóflegs söngs kvöldið áður.. en kvikindið er ekki farið enn. Og hefur boðið hr. hori og hr. hósta í partí með sér, bölvaðir. En maður myndi að sjálfsögðu fyrr drepast en að hringja sig inn veikan þar sem ég get haldið haus og ekkert sem ibúfen (my best buddy), nefúðinn minn og blár mentol Hals molarnir mínir ráða ekki við. 

Sakna Gabríels.  Það er tómlegt hjá mér.  Vantar mömmuknúsið mitt sem gefur lífinu gildi.  Næ í hann í dag.  Talaði heillengi við hann í símann í gær, hann sagði að hann vildi vera hjá mér, saknaði mín og elskaði mig.  Litla mömmuhjartað mitt alveg fór í keng. Hann er svo góður og yndislegur þessi drengur sem ég á.

Og svo ákvað síminn minn að hætta að taka myndir. Hann tekur vídeó en ekki myndir.. ??

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Hlaupabóla og Þorrablót

Sonur fékk hlaupabólu í síðustu viku.  Þær hringdu á miðvikudag í mig frá Flúðum og sögðu mér að hann og fleiri guttar væru komnir með bólur.  Ég sótti hann kl 4 og hann var hann voða mikil knúsimús en hress.  Hann var með bólur þá á bakinu og á mallanum.  Ég var heima hjá honum á fimmtudag og pabbi minn elskulegur átti erindi á Akureyri og greip hann með sér uppeftir. Ég fór svo uppeftir á föstudag eftir vinnu, með bílinn dekkhlaðinn af dóti og nauðsynjavörum fyrir þorrablótið sem var um kvöldið!.

Það blót var hrein snilld.  Voru svo margir sem maður sér ekki oft, heldur allt of sjaldan.  Maturinn góður og hljómsveitin góð! Við Anna dönsuðum undir morgun vel hressar og kátar og var oft skálað fyrir sveinsprófi og fleiru! Manni var heldur íllt í táberginu og tánum daginn eftir.  Þórhalla systir var einmitt sammála mér í því :o) En eitthvað gerðist með myndavélina mína - ég tók nokkrar myndir fyrst um kvöldið - síðan var henni bara hent oní tösku og ekki söguna meir ... ég soldið skúffuð yfir að taka ekki fleiri myndir af öllu þessu skemmtilega fólki... !!!

Sonur minn var kátur um helgina.  Hann er í raun bara með bólur, sleppur við hita, en bólurnar eru margar. Hann er afskaplega hress og lífgar vel uppá heimilið í sveitinni :o)

Hlakka til að fá hann heim aftur þar sem það er heldur tómlegt hjá mér !

Núna er maður bara að undirbúa sig andlega fyrir næsta þorrablót sem verður í Reykjadal hjá henni Önnu minni og það verður veit ég hrikalega gaman líka! ég mæti með hákarlinn he he he

Eigið góðar stundir elskurnar mínar!

laugardagur, janúar 17, 2009

Til hamingju Sylvía!

Elsku besta Sylvía Ósk

Til hamingju með 18 ára afmælið þitt!!

knús og kossar frá okkur Gabríel!

n629516623_816116_9036

Til hamingju Anna !!

til hamingju með sveinsprófið elsku besta Anna mín!!!

Knús knús frá okkur Gabríel!!!

IMG_1597

föstudagur, janúar 16, 2009

sonur minn og snjórinn

jæja - þá er þessi vika á enda líka! ég hlakka til helgarinnar.  Ætla að nota hana í aflsöppun  með drengnum mínum.  Ætlum við að vera hérna í bænum og finna okkur eitthvað til dundurs.  Ætla ekki að fara að þvælast á milli þar sem ég geri ráð fyrir í ljósi nýrra aðstæðna að næstu tvær helgar (þorrablótshelgarnar) þá mun hann vera í passi hjá afa sínum og ömmu. 

Annars var þessi vika ósköp þægileg og ljúf.  Vinnan er alltaf jafn fín, mætti vera aðeins meira að gera svo ég næði þjálfun fljótar, en það kemur :)

Sonur minn alltaf jafn ferskur og hress.  Með sínar úlfagildrur og krókódíla. Finn heldur óþægilega fyrir því að eiga ekki góða skó og góðar snjóbuxur núna.  Væri svo til í að vera úti með honum og þotunni í snjónum. Ætti nú kannski að ath það nánar ...

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Stjörnuspáin mín í dag...

hrutur HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Það mætti halda að þú værir sérstakur verndari erfiðs fólks, og það sækir í þig. Gamla brellan að þykjast vita hvert maður stefnir virkar ætíð.

(samkv. mbl.is http://mbl.is/mm/folk/stjornuspa/ )

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Gabríel, þú þarft að sofa 345 nætur þangað til næsta afmæli...

Hann er sko farinn að planleggja næsta afmæli og svo heyrist stundum "mamma ég gleymdi að fá svona í jólagjöf/afmælisgjöf"

jámm jólaskrautið er komið niður.  Tók það niður á laugardaginn  þegar guttinn var hjá pabba sínum.  Hann er rosalega duglegur þessi elska (þe sonurinn) og oft það duglegur að það tefur fyrir hehe svo ég ákvað að gera þetta í fjarveru hans :o) ég átti semst notalega stund heima, svaf vel og naut þess að vera ein.  Sótti hann um fimm á laugadag, og við sóttum okkur pizzu og borðuðum inni í stofu, eitthvað sem honum finnst svo gaman að gera; breyta smá til.  Hafa það kósí og notó. Enda var hann afskaplega ánægður með þetta allt saman og sofnaði sáttur og brosandi; já ég meina brosandi - hann brosir í svefni (talar stundum líka) Og vaknaði svona lika kátur 12 tímum seinna. 

fórum á Skoppu og Skrítlu.  Hann skemmti sér vel. Mæli með henni fyrir krakka 4 ára og undir. 

Hann er stundum soldið seinheppinn.. hann missti heilan popppoka á gólfið í bíó.  Ég fór fram að sækja nýjan í sárabætur, sá poki endaði allur á gólfið í bílnum (sem betur fer hitti hann mottuna) og þá kom sírenan sem ég heyri varla lengur.  Ég lofa honum sárabótapoppi heima eftir kvöldmat; ok og hann svar sáttur.  En í hita leiksins endaði það á stofugólfinu.  Þá vissi hann að það væri best fyrir hann að taka sjálfur saman dótið sitt svo mamma hans gæti ryksugað; svipurinn á mömmunni var ekki beint fallegur.

Var fallegur dagur í gær.  Fór strax eftir vinnu og sótti Gabríel með þotuna og við lékum okkur í snjónum.  Hann gat rennt sér og það var virkilega gaman hjá okkur.  Ég tek eftir því hvað hann er afslappaðri núna.  Honum líður greinilega rosalega vel.  Mér líður rosalega vel og það sjálfsagt hefur áhrif á hann líka. 

ég bý í ekkert stórri íbúð - 86fm að mig minnir.  Ég man í morgun þá tók ég appelsínugulu flíspeysuna hans Gabríels og setti fram á gólf því ég ætlaði að klæða hann í hana innanundir gallann.  Nú ég klæði barnið, við út, ískuldi, allt frosið, aðallega innan í bílnum - sem rauk í gang btw.  Ok ég klæði barnið úr gallanum í skólanum og engin peysa... fjandinn varð að fara heim og sækja peysuna, get ekki verið þekkt að vera með barnið flíspeysulaust í skólanum.  Og hvað- fjandans peysan finnst ekki... ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég get hafa lagt hana frá mér á leiðinni úr eldhúsinu og fram að hurð...

og það eru 2 þorrablót á dagskrá; Skjólbrekka og Breiðumýri - hlakka hrikalega til !

DSC00726

föstudagur, janúar 09, 2009

Fyrsta vinnuvikan

já og hún er búin að vera býsna skemmtileg.  Ég er td alveg að fíla það að vera búin klukkan 4 á daginn ! að labba út þá og mér finnst ég eiga bara hellings af deginum eftir!! Geta farið að versla, farið í sund, sótt Gabríel snemma, dúllast með honum.  Enda er hann í góðu jafnvægi blessaður. 

Vinnan er skemmtileg.  Skemmtilegt fólk sem ég vinn með líka. Ég er enn að læra og vona að ég eigi eftir að vera jafn fær í þessu og sú sem kennir mér.  Æfing skapar meistarann.   Djúpa laugin og þá fer þetta allt af stað. 

já þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg!

Jólaskrautið mitt er ennþá uppi.  Ætla að taka það niður um helgina.  Annars er ég bara róleg.  voða lítið að gerast í einkamálum og ég er hreinlega svo ekki að nenna að hugsa um það í augnablikinu :o) Það eru allt of margir í kringum mig sem eru eitthvað að vesenast og ég horfi á það og hugsa "vá hvað ég er fegin að vera ekki að ströggla í einhverju svona... " en vonandi kemur að þessu hjá mér að ég verði tilbúin í að gefa einhverjum af mér.

þar til næst knús knús

gah_dimmuborgir

sunnudagur, janúar 04, 2009

Komin heim

og eftir alveg hreint yndislegt jólafrí! Ég er endurnærð á sál og líkama.  Sonur afskaplega hamingjusamur með þetta allt saman.  VIð erum td vöknuð núna með vekjaraklukku til að koma honum á rétt ról.  Hann var farinn að sofa til níu en þá sömuleiðis vakandi 2 tímum lengur; til tíu. 

Já við komum heim í gær.  Í jólafríinu var margt brallað.  Hann átti td alveg hreint frábært afmæli.  Kökur, gestir, söngur og pakkar.  Jólin hjá mömmu og pabba eru alltaf yndisleg; rjúpur í matinn, alltaf jafn góðar.  Rólegt aðfangadagskvöld, nema minn stutti var heldur spenntur, og svo yfirkeyrðist hann í lokin þegar hann kom til mín "mamma ég er sybbinn núna" og hann var liggur við sofnaður áður en höfuð snerti kodda.

Jóladagur fór í algjöra leti.  Bókarlestur og konfektát.  Annar í jólum var kalkúnn á borðum og Þórhalla systir og hennar fjölskylda kom í mat ásamt Jóni í Belg. Aftur mikið borðað og helgið. 

Á laugardeginum fór ég í Fellshlið og hitti þar mínar yndislegu vinkonur; Önnu hina nýgiftu, Dóu og Elvu.  Hermann hinn nýgifti var þar líka að sjálfsögðu og það var mikið talað, hlegið og baukar opnaðir.  Við fórum á ball í Bárðardal; einkar athyglisverð samkoma.  Mikið var gaman að hitta skvísurnar og hlæja með þeim!! Myndir verða annað hvort sendar á disk, eða settar á flikkrið undir lokuðum account :o)

Á sunnudag fór ég með Gabríel og mömmu á jólabarnaballið á Skjólbrekku. Hann var heldur lengi að finna sig; vildi dansa vildi ekki dansa.  Var jafnvel feiminn.  En eftir kaffipásunua og kökurnar þá var hann hinn fjörugasti og þetta var mikið gaman.  Td vakti hann lukku þegar hann ákvað að skríða á fjórum fótum heilan hring í marseringunni - þá áttum við að hoppa á einum fæti he he he .

Mánudag fórum við mamma og Gabríel í gönguferð i Dimmuborgir. Gott veður, alltaf gaman að kíkja þangað.  Engir jólasveinar voru á ferð núna, enda er ég enn að skýra út fyrir Gabríel að núna eru þeir á leiðinni heim til sín aftur. Þvínæst var farið í Hraunberg í kaffi.  Alltaf gaman að koma þangað !

Þriðjudag kíktum við öll til Akureyrar. Þurfti að bæta á birgðir í Birkihrauni, skipta bókum og þessháttar. Og um kvöldið fórum við mamma í Lónið, afskaplega gott og notalegt.  Maður kom endurnærður

Gamlársdagur og kvöld voru notaleg.  Sonur minn var spenntur fyrir öllum gettunum og hlakkaði til að fara að sprengja.  Við sprengdum fyrir hann nokkrar eftir kvöldmatinn áður en við fórum á brennuna.  Hann var mjög hrifinn, en litla hjartað var líka oft heldur titrandi af hávaðanum.  Brennan var flott, ásamt flugeldasýningunni.  Áramótaskaupið fannst mér lélegt að vanda, hló að feisbúkk brandaranum og af því þegar Ilmur gerði grín að Steinunni í "góða nótt"  og borgarstjórnarbrandararnir. Mér fannst óviðeigandi að gera svo mikið grín af fjárhaginum þar sem svo margir í landinu eru orðnir atvinnulausir og búnir að missa heimilin sín eða við að missa heimilin sín, og því fólki var örugglega ekki hlátur í huga yfir þessu.  Eníveis. Við skutum upp fleiri gettum og sonur minn var að verða búinn á því, svo ég pakkaði honum í bólið og hann sofnaði á miðnætti nýs árs með gluggann dregið frá svo hann gæti horft á getturnar.  Einstaklega hamingjusamur strákur þar á ferð :o)

Nýársdagur, var legið í leti...

Jámm yndislegt jólafrí - takk kærlega fyrir okkur elsku mamma og pabbi!!!

DSC04459

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Áramótakveðja

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar góðar samverustundir og hláturinn

á árinu sem er að líða.

DSC04743

Sjáumst hress á nýju ári!

miðvikudagur, desember 24, 2008

Gleðileg Jól

Okkur Gabríel langar að óska ykkur öllum gleðílegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Við þökkum allar góðar stundir og vonum að við náum að hitta sem flest ykkar á nýju ári!

Gabríel Þakkar allar afmæliskveðjur, kort og gjafir. 

Eigið ánægjulega hátíð

Guðrún Kristín og Gabríel Alexander

christmas-new-year-santa-claus

sunnudagur, desember 21, 2008

Hangikjöt, jólahús og jólakort..

Yndisleg helgi.  Sonur fór til pabba síns á föstudag og kom heim í gær.  Við skreyttum jólatréð, já og skreyttum hjá okkur hreinlega.  Við verðum svo lítið heima að mér finnst allt í lagi að hafa þetta uppi smá á undan jólum, til að njóta þess.  Gabríel er svo mikið jólabarn að hann elskar allt þetta glingur og dót, ljósin og skrautið. 

Í dag fórum við í jólahúsið, dunduðum þar í nærri klukkustund :) og á Gleártorg, mikið er gott að geta bara labbað um og skoðað -búin með allar gjafir svo ekkert stress :o)

Ég var að klára að skrifa á kort.  Tölvan mín er öll í glimmeri, það er rautt glimmer á sumum kortunum he he .  Ég nefnilega sá að ég skrifa heldur fleiri kort en 10 stk - skulum heldur tala um 22 stk... já ég er svo heppin, að ég á svo marga að sem mér þykir vænt um.  Ég var einmitt að tala um jólin við Gabríel og ég fann hve heppin við erum.  Og ég þakka fyrir það á hverjum degi hvað við eigum góða að.

miðvikudagur, desember 17, 2008

Samningur í höfn

var að skrifa undir ráðningarsamninginn minn.  Vá hvað ég er sæl með þetta allt saman!! Og byrja að vinna 5. janúar á nýja staðnum.  Hlakka bara til að byrja og prufa eitthvað nýtt :o)

Setti upp 2 seríur í gær.  Keypti of litlar svo þær urðu þríhyrntar í gluggunum mínum. Ætlaði líka að pakka inn í gær en fattaði að ég átti bara til EJS hvítt stórt límband og passar það ekki sérlega vel við pappírinn sem ég hafði valið, þannig pakkað inn í kvöld og sent á morgun það sem senda þarf :o)

Jámm jólaskapið er sko í hámarki og það er bara eftir að skreyta jólatréð og það munum við sonur gera um helgina :)

IMG_6582

 

mánudagur, desember 15, 2008

heima með kaffibollann

og drengurinn minn er að hvíla sig.  Við erum heima því hann var lasinn um helgina og ég ákvað að taka enga sénsa í dag.  Mældi hita í honum í gær og hann kvartaði um í eyrum.  Og hann er með mega framleiðslu af hori.  En hann er hress í dag.  það eru allavega miklar líkur á að hann fari í skólann á morgun. 

Hann fór í sveitina um helgina.  Pabbahelgin varð ekki, kom svolítið uppá, og pabbi minn brunaði bara í bæinn og sótti minn litla mann. Mikið er gott að eiga góða að þegar upp kemur svona skyndilega hlutir sem maður getur ekki ráðið við.  Mikið var minn litli maður kátur þegar afi hans kom og sótti hann.  Og vildi strax fara heim til ömmu.  Hvernig málin þróast svo héðanaf verður bara að koma í ljós.

Ég vann minn sennilegast síðasta laugardag.  Nýjan vinnan mín hjá Orkusölunni er 9-5 eða 8-4 vinna (ekki alveg ákveðið enn) og engin helgarvinna.  Orkusalan er að opna skrifstofu hérna á Akureyri.  Það verður gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu.  Þarf ekki að fara á bætur, þarf ekki að leita meira. 

En allavega.  Kláraði jólagjafainnkaup og kortaskrif um helgina.  Næst er að pakka inn og senda það sem senda þarf :o)

Jóladúkar, jólasveinar, kerti og jólagardínur eru komnar upp. Jólaseríur tínast upp hver af fætur annarri, á bara eftir 2 glugga sem eiga að fá seríu. 

Mikið er gaman að vera til !!!  Jólaskapið er í hámarki !!

Sonur minn er í fótboltaliðakennslu hjá þeim systkinum úr Lynghrauni 10.  Hann á að halda með Arsenal og gengur vel.  Allavega labbar hann upp kallandi "Arsenal Arsenal eru bestir"  go Hjörtur frændi hans gaf honum Arsenal fótboltabúning:

DSC04366

miðvikudagur, desember 10, 2008

Dagurinn í dag var góður dagur...

Í gær reyndi ég að herða stofninn og sendi strákinn í skólann með hornös.  í dag var ég hreinlega ekki með samvisku í það.  Pabbi hans ætlaði að annast hann á meðan ég var í atvinnuviðtali en svo birtust foreldrar mínir óvænt í stigaganginum :o) Svo mamma fékk heiðurinn af þvi að leika við hann. Hann er reyndar afskaplega hress og fer að öllum líkindum í skólann á morgun, annars fer hann til pabba síns :o)

Eníveis. Viðtalið gekk eins og viðtöl ganga.  Manni finnst manni aldrei ganga vel.  Mér fannst ég ekki ná til þeirra, en svaraði öllu og var aldrei rekin á gat.  Heiðarleg og skilmerkileg svör, og þar sem ég hef mikla reynslu á þessu sviði þá kom ég hvergi að tómum kofanum.  En samt var ég ekki alveg nógu ánægð og var alls ekki bjartsýn. 

Gaf foreldum mínum kjötsúpu í hádeginu.  Það er stórt skref að fá hrós fyrir matargerð :o) og þau voru mjög ánægð með súpuna !! sko ég er alveg að verða meistari í matargerð !!

Þetta var afskaplega notalegt að hafa þau hjá okkur þó stutt væri. 

Um tvö er hringt, ég þekki númerið - ætlaði varla að þora svara.. bjóst ekki við svari svo fljótt.  Og viti menn ÉG ER KOMIN MEÐ VINNU!!!! ég hreinlega dansaði stríðsdans og fékk oföndunnarkast og talaði uppi í háa céinu....  - ekki við þær, en við mömmu og pabba og Dóu...

spennufall aldarinnar. 

Og um 18:00 var sonur minn var gómaður svona:

 DSC04334

Jámm - góður dagur í dag !!!

 

föstudagur, desember 05, 2008

Laufabrauð og Emil í Kattholti

jámm við sonur erum á leið í sveitina á eftir.  Hann bað um nesti, ég spurði hvort hann vildi fá svona popp í poka eins og síðast "nei ég vil samloku... samloku með skinku og osti í svona poka eins og poppið var í" - minn maður ákveðinn.

Já það er sem sagt stefnt á laufabrauðsgerð og svo leikhús.  Hlakka mikið til að sjá verkið.  Vel látið af þessar sýningu og þetta verður fyrsta leikhúsferð sonarins :)

Hérna eru myndir frá fryrri árum laufabrauðsgerðar - hefur oft verið farið í Vogafjós og hitt jólasveinana:

2006:

gah_jolo2

2007: 

2101243419_0c1e1e47b7

Vona að þið eigið góða helgi :o)

  

þriðjudagur, desember 02, 2008

Logitec vefmyndavélin mín

oki.. ég lánaði einhverjum vefmyndavélina mína með þessum orðum "nei ekki málið ég nota hana aldrei.."

en núna hreinlega man ég ekki hverjum ég lánaði....

22 dagar til jóla...

og 22 dagar í afmæli Gabríels.  Vá hvað tíminn líður hratt.  Var einmitt að finna jólastöffið um helgina.  Setti upp aðventuljósið sem ég verslaði mér um daginn.  Fann jólagardínurnar og setti þær í þvott.  Fann jóladúka og setti þá í þvott.  Gabríel var hjá pabba sínum um helgina.  Ég saknaði hans heldur meira en vanalega.  Var hrikalega gott að fá hann heim.

Á föstudag var foreldrakaffi í skólanum hans.  Og mér datt í hug að ath hvort pabbi hans vildi nú ekki mæta líka sem hann auðvitað gerði.  Þetta gerði svo mikið fyrir Gabríel, hann vissi ekki hvar hann átti að sitja og endaði með fimleikum á milli læra ha ha ha ! En hugsið út í þá foreldra sem geta þetta ekki. Hvað þau missa af miklu og hve mikið það særir börnin!  Mér finnst það einmitt svo gott að við getum öll talað saman - við erum jú fullorðið fólk sem berum hag Gabríels fyrir brjósti.  Hann er heppinn sá stutti :o)

Á laugardag var jólahlaðborð EJS.  Það var haldið á KEA eins og í fyrra og var maturinn geggjaður... ef fólk vill fá nánari lýsingu verður það að hringja :) - það er of langt að skrifa það hérna (enda fæ ég ekki borgað sem matargagngrýnandi) Þetta kvöld var hið skemmtilegasta.  Byrjað á fordrykk hjá Reyni sem er nýfluttur í nýja húsið sitt - sem er rosalega flott btw.  Matur góður, og hvítt/rautt með - og auðvitað var maður ekki að taka bara annað þar sem þetta var í boði EJS.   Á eftir fór hersingin á Café Amor.  En ég stoppaði ekki lengi, því maður var svo saddur að ég þráði það eitt að komast í rúmið mitt og liggja á meltunni. Og var ég ekki ein um það. Þeir hörðustu fóru á Kaffi Akureyri og skemmtu sér vel!

En knús til þeirra sem komu heim um jólin!! Kalli og Raggý eru komin heim í 2 mánaða stopp frá Eþíópíu!! Velkomin  heim elskurnar - vonandi næ ég að knúsa ykkur !!!  

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Nú er úti veður vont...

já það re ekki gott veður úti.  Ég hef heyrt sögusagnir um að það eigi bara eftir að versna.. sjáum til.  Mér finnst ákveðið gaman í svona veðri. Er á góðum bíl, á hlý föt og þá er ekkert því til fyrirstöðu að fara út.  En þó er heitur kakóbolli, teppi og jólaflíssokkarnir sem mamma gaf mér sl helgi hrikalega freistandi :)

En ég sit hérna í vinnunni, horfi út um stóra gluggann minn og fylgist með umferðinni.  Maula piparköku með heimalagaða súkkulaði/möndlukaffinu mínu sem ég hafði með mér í Starbucksbílakönnunni minni.  Hún heldur kaffinu mínu sjóðheitu í nokkrar klst!!!

Helgin framundan, jólahlaðborð, vinna, snjór.  Ætla að setja upp aðventuljós, kransinn og útiseríuna mína  - mikið hlakka ég til !!

gah2_dimmuborgir

mánudagur, nóvember 24, 2008

Jólasveinar og jólastrákar

Áttum alveg yndislega helgi.  Við fórum í sveitina og vorum þar í góðu yfirlæti, í rólegheitum og notalegheitum. Sonur minn er svo mikill afa og ömmu strákur að hann hlakkar alltaf rosalega til að fara.  Og það var ekkert öðruvísi núna. 

Fórum í fjárhús, þær eru alltaf jafn brauðfrekar blessaðar. Mér finnst alltaf jafn notalegt að kíkja í húsin, hitta þessar frenjur og vera innan um þær.  Tilbreyting frá stressinu, fréttunum, gemsunum, tölvunum, umheiminum. 

Fórum í Dimmuborgir á laugardag.  það var virkilega gaman.  Mamma kom með og Þórhalla systir, Lárus og Hjörtur Smári mættu líka.  Áttum svo góða stund í Skjólbrekku með heitt kakó og meðlæti, sem var alveg kærkomið eftir kuldann.  En það var afskaplega gott veður.  Kalt og stillt!! Setti inn myndir á flikkrið okkar. 

Kíktum í jólahúsið í gær.  Mér finnst alltaf jafn yndislegt að koma þangað! Jólailmur, önnur veröld, maður verður barn aftur!  Sonur minn er svo mikill jólastrákur, hann elskar ljósin og glingrið og dótið.

Við sonur áttum góða stund í gær, settum upp seríur og fengum okkur pylsur.  Hann talar um að fá að skreyta og skreyta og skreyta, og er harðákveðinn í að skreyta jólatréð okkar sjálfur! Enda er okkur farið að hlakka mikið til að skreyta og hlakka til jólanna.

Smelli inn  mynd af mömmu og jólasveininum :)

mamma_jolasveinn

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

ég á aðventuljós :o)

jámm það er kominn jólahugur í mann !! Hérna á Akureyri kyngir snjónum niður og allt hvítt!  Jólasnjór !!

Maður er að passa sig að setja ekki jólalögin á strax - mamma segir að það eigi ekki að byrja að spila fyrr en 1. des... hmm en að dusta rykið af diskunum er náttla allt í lagi :O) - reyndar veit ég um laumujólalagaspilara sem lesa þetta blogg hehehe.. nefni engin nöfn...

Fer að dusta rykið af seríunum. 

Annars er lítið að frétta.  Maður bara dritar út ferilskránni sinni á öll þau email sem maður sér að gæti notað mann eitthvað.  Það er lítið að frétta af atvinnumálum hérna á Akureyri, en ég er bara jákvæð.

Ég er í betri stöðu en margir sem eru þó enn með vinnu, svo ég kvarta ekki. 

Gaman að vera til - hlakka til jólanna - sem ég fæ td frí yfir alla hátíðina !!!  er í fríi 24 des og byrja ekki að vinna fyrr en 5 jan !! Og Dóan kemur, og Annan verður heima.  Mikið hlakka ég til !!!

knús til ykkar allra! 

 

laugardagur, nóvember 15, 2008

Yay !! myndin mín var valin :


Schmap Amsterdam Guide fann myndina mína á flickr síðunni minni af De Waag. Staður sem Dóa kynnir fyrir mér sem yndislegum stað. Ok þetta gamla hús var vigt fyrir skip sem komu með farma sína. Auk þess sem nornir voru brenndar á þessu torgi. Ég allavega fann fyrir frábærum stað þegar ég var þarna og við Dóa áttum góða stund þarna. Ég horfi á það sem "my happy place" - dagurinn sem við sátum þarna, með öl og samlokur, í sólinni, njótandi lífsins.

Allavega þá tók ég mynd af De Waag, og síðar setti á Flickr síðuna mína. Og einn daginn fékk ég tölvupóst um að ferðamannabæklingur vildi fá að setja myndina mína í hóp mynda til að velja úr fyrir næsta bækling. Ok ég samþykkti það og viti menn hún var valin!! ég er ógó ánægð. Þetta er ekkert borgað eða neitt, bara gaman að því að myndin mín kemur fram í bækling og á vefsíðu sem fær einhverjar flettingar... :)

brot úr bækling má sjá hérna og undir In De Waag, þar kemur myndin mín merkt Sólargeislinn sem er flickr nafnið mitt :

Schmap Amsterdam Guide

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

James Bond

EJS bauð starfsfólki sínu í bíó í gær.  Og popp og kók.  Var afskaplega gaman.  James Bond var bara býsna góður.  Sonur fékk Sylvíu og Áslaugu í heimsókn á meðan og miðað við brosið sem náði marga hringi (þakið súkkulaði) þá var hann hinn hamingjusamasti með þetta allt saman. 

Það snjóar á eyrinni í dag.  Og það eru 2 hús komin með jólaseríur í Skógarlundinum (götunni við hliðina á Hjallalundi) Mér fannst það afskaplega notalegt að sjá þetta í myrkrinu í gær.  Enda er þessi stytting á dagsljósinu ekkert að fara neitt afskaplega vel í mig.  Maður fer að lauma upp seríu og seríu svo lítið beri á :o)

 

föstudagur, nóvember 07, 2008

Lukkuláki, sveitin og talningar

nóg að gera á stóru heimili! Fer í hádeginu og sæki guttann minn og við förum uop í sveit.  Hann verður í passi yfir nóttina þar sem talning er í búðinni á morgun.  jamm... my fav.. not.

Hann fór í bíó í gær.  Þær buðu honum með sér Hulda, Tinna og Tara.  Fóru á Lukku Láka, og hann kom svona sæll með þetta allt saman heim.  Um átta, kom  hann, með súkkulaði skegg allan hringinn.  Útúrkeyrður, enda líka var hann alveg búinn þegar komið inn í rúm. Hann vildi ekki hlusta á sögu, bara fá klór á bakið og heyra Draumahöllina :o)

Eigið góða helgi :o)

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

49 dagar til jóla !!

og 49 dagar í afmæli Gabríels !

hó hó hó "!! jámm og bara 20 dagar þar til maður fer að lumast til að setja upp seríur hér og þar :) - annars sé ég seríur í nokkrum gluggum á leiðnni heim úr vinnu. Fólk er greinilega að lauma þessu upp svona í skammdeginu á þessum erfiðleikatímum.

Ég held ennþá ró minni og neita að stressa mig á þessu. Það hefur ekkert uppá sig að velta sér uppúr hlutum sem maður ræður ekkert við. Heldur brosa fram í heiminn og hugsa jákvætt !

Annars erum við sonur bara hress. Hann fer í sveitina á föstudag þar sem það er talning hjá okkur á laugardag. Ég fer svo uppeftir til hans að henni lokinni.

smá mynd til að sýna hve gaman er hjá þeim í skólanum og ýmis uppátæki:

IMG_4171

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Sunnudagur til rólegheita :o)

var að vinna í gær.  Fekk mér nokkra bjóra með vinnufélögunum á föstudag, þar sem SinginBEE var í gangi og EJS að keppa.  Við vorum bara býsna ánægð með okkar menn.  Teljum þó að Bjarni hefði getað klárað Stevie Wonder.  Þetta er sá sami sem sagði í flugvélinni á leið til Budapest "if someone is going to get arrested it will be me on behalf of my staff" þegar við Íris vorum með "flugdólgslætin" þegar við báðum um glös fyrir rauðvínið okkar þar sem við erum of miklar dömur til að drekka rauðvín af stút! hehe alltaf safnar maður reynslupunktum í sarpinn.  Og er hann orðinn nokkuð góður í stærð sá sarpur!

Helgin er annars búin að vera ljúf.  Fékk djammboð í gær, en þegar ég kom heim, dottaði ég og um tíu var ég hreinlega engan veginn reddí til að fara út. Við skulum taka það fram að ég svaf til níu í gær, aftur í gærkveldi nokkra tíma, og til níu í morgun líka OG fékk napattack um tólf í dag og nappaði til hálf tvö!!

Ákvað nú að skella mér í að verlsa fyrir heimilið.  En ekki vantaði mikið í búið.  Bæta aðeins í frystikistuna.  Ég er svo glöð í dag með þetta allt saman.  Borga mína reikninga, og þar sem ég hef ekki verið að eltast við einhverja "must have" draumóra þá er ég ekki með fjárhagsáhyggjur í dag.  Og vá hvað þetta er mikill léttir! 

Ég heyrði lagið með Eddie Vedder í dag - hef ekki heyrt í þónokkurn langan tíma; Society, og þetta lag lýsir alveg græðgi fólks, og því að fólk þarf að eignast allt.  Hluti sem skipta engu máli.  Ég er svo sammala Skjá 1 með auglýsingarnar það besta í heimi er ókeypis.  Texti Eddie Vedder er svona:

Society

hmmm ooh hooo hooo
It's a mistery to me
we have a greed
with which we have agreed
You think you have to want
more than you need
until you have it all you won't be free
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
When you want more than you have
you think you need
and when you think more than you want
your thoughts begin to bleed
I think I need to find a bigger place
'cos when you have more than you think
you need more space
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me
there's those thinking more or less less is more
but if less is more how you're keeping score?
Means for every point you make
your level drops
kinda like its starting from the top
you can't do that...
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me
society, have mercy on me
I hope you're not angry if I disagree
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me

~ Eddie Vedder~