Eirðarlaus...
Bara geggjað eirðarlaus, bjó til lasagne áðan og horfði á Simpsons af tölvunni, það var eitthvað um hálf átta - en svo fattaði ég núna að klukkan er allt í einu að verða ellefu - er ekki einu sinni búin að fá mér sígó og hundurinn löng búinn að gefast upp á mér. Ég er ekki búin að gera neitt af viti síðan ég borðaði - ekki slappa af eða neitt.... Bara sóaði kvöldinu til einskis... story of my life.....
sunnudagur, nóvember 30, 2003
Af hverju...??
Af hverju eru allir (þá er ég aðallega að tala um þau í Mývó) að reyna að segja mér hvað ég eigi að gera? Hvernig ég eigi að hugsa?? og koma með setningar eins og "ef þú gerir svona þá ...." og koma svo með neikvæða úrslitakosti af þeirra hálfu, rétt eins og ef ég ákveð eitthvað þá yrði það vegna þeirra? Er þetta ekki mitt líf? Er þetta ekki mín ákvörðun?
Ég hef vitað lengi að þeim lílkar ekki við hann - þau þekkja hann ekki, hann er heldur ekki vanur að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir alla. Jú mér hefur oft liðið ílla, en mér hefur líka oft liðið vel - betur en ég hafði nokkurn tímann þorað að vona að mér ætti eftir að líða. Og ég er hrædd um að finna það ekki aftur.
Og í dag - þótt undarlegt megi virðast - þá vil ég fá hann heim aftur, en þori ekki fyrir mitt litla líf að viðurkenna það.
Ég vil taka þá áhættu í dag að reyna aftur, taka sénsinn. En það er í dag, ég geri mér grein fyrir því að það er allt of snemmt að ákveða það núna, en ég vildi bara óska að á meðan ég væri að hugsa um þetta að þau myndu hætta þessum kommentum, neikvæðu svörum líkt og "nei hann myndi aldrei gera svona" eða "hann hefur nú aldrei staðið við það sem hann segir" eða "aldrei hægt að treysta honum" og svo endar yfirleitt á því að það heyrist úr hinum enda línunnar "hann á aldrei afturkvæmt hingað"
Af hverju eru allir (þá er ég aðallega að tala um þau í Mývó) að reyna að segja mér hvað ég eigi að gera? Hvernig ég eigi að hugsa?? og koma með setningar eins og "ef þú gerir svona þá ...." og koma svo með neikvæða úrslitakosti af þeirra hálfu, rétt eins og ef ég ákveð eitthvað þá yrði það vegna þeirra? Er þetta ekki mitt líf? Er þetta ekki mín ákvörðun?
Ég hef vitað lengi að þeim lílkar ekki við hann - þau þekkja hann ekki, hann er heldur ekki vanur að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir alla. Jú mér hefur oft liðið ílla, en mér hefur líka oft liðið vel - betur en ég hafði nokkurn tímann þorað að vona að mér ætti eftir að líða. Og ég er hrædd um að finna það ekki aftur.
Og í dag - þótt undarlegt megi virðast - þá vil ég fá hann heim aftur, en þori ekki fyrir mitt litla líf að viðurkenna það.
Ég vil taka þá áhættu í dag að reyna aftur, taka sénsinn. En það er í dag, ég geri mér grein fyrir því að það er allt of snemmt að ákveða það núna, en ég vildi bara óska að á meðan ég væri að hugsa um þetta að þau myndu hætta þessum kommentum, neikvæðu svörum líkt og "nei hann myndi aldrei gera svona" eða "hann hefur nú aldrei staðið við það sem hann segir" eða "aldrei hægt að treysta honum" og svo endar yfirleitt á því að það heyrist úr hinum enda línunnar "hann á aldrei afturkvæmt hingað"
Saga og hressandi gönguferð
Við Kítara vöknuðum ekki fyrr en upp úr tólf! Vel sofnar og afslappaðar. Við fórum í sturtu - þe ég setti hana í sturtu með miklum látum - og við hamaganginn þá var það spurning hvort ég þyrfit að fara í sturtu líka - var orðin gegndreypa á þessu veseni. En henni líður alltaf vel á eftir - þó hún þykist vera í fýlu - það er allavega ekkert sem harðfiskur getur ekki lagað.
Svo fór ég upp í skóla, við ákváðum að hittast og klára Þema3 verkefnið í sögu. Afar spennó ... (not) Ég beið bara eftir því að losna svo ég gæti tekið litlu dúlluna mína og farið með hana út í góðan labbó.
Hafdís, "mamma" Yeltsin (félagi Kítöru) sem er einnig með mér í sögu - ákvað að draga sitt hundspott með líka og fórum við stóran og góðan hring fyrir utan bæinn þar sem allir gátu leikið lausum hala og var það ekkert smá gaman!! Allavega var mín svo ánægð því Yeltsin er bara 3 ára og nennir að leika við hana!!
Við Kítara vöknuðum ekki fyrr en upp úr tólf! Vel sofnar og afslappaðar. Við fórum í sturtu - þe ég setti hana í sturtu með miklum látum - og við hamaganginn þá var það spurning hvort ég þyrfit að fara í sturtu líka - var orðin gegndreypa á þessu veseni. En henni líður alltaf vel á eftir - þó hún þykist vera í fýlu - það er allavega ekkert sem harðfiskur getur ekki lagað.
Svo fór ég upp í skóla, við ákváðum að hittast og klára Þema3 verkefnið í sögu. Afar spennó ... (not) Ég beið bara eftir því að losna svo ég gæti tekið litlu dúlluna mína og farið með hana út í góðan labbó.
Hafdís, "mamma" Yeltsin (félagi Kítöru) sem er einnig með mér í sögu - ákvað að draga sitt hundspott með líka og fórum við stóran og góðan hring fyrir utan bæinn þar sem allir gátu leikið lausum hala og var það ekkert smá gaman!! Allavega var mín svo ánægð því Yeltsin er bara 3 ára og nennir að leika við hana!!
laugardagur, nóvember 29, 2003
Dugleg í dag!!
Búin að vera klikkað dugleg í dag! Byrjaði daginn á að fara í aukatíma í stærðfræði og já viti menn honum Vidda íþróttaálf tókst að opna smá glufu yfir alla þessa óskiljanlegu leyndardóma stærðfræðinnar!!
Entist ekki lengi - þar sem ég rembdist eins og rjúpan við staurinn að klóra mig í gegnum stærðfræði heimaverkefni - og endaði með að skrifa við sum svörin og dæmin "ég hreinlega skil þetta bara ekki"
En ég er líka búin með dönsku verkefni -stíl um menningu danmerkur (efni að eigin vali blaaaa) og læra undir dönsku próf sem ég tek á mánudaginn!!
í millitíðinni fórum við Kítar út fyrir bæinn og lékum okkur í nýfallna snjónum - svaka gaman - en núna er hún sennilegast pirruð út í mig fyrir að læra svona mikið - litla dúllan mín.
Búin að vera klikkað dugleg í dag! Byrjaði daginn á að fara í aukatíma í stærðfræði og já viti menn honum Vidda íþróttaálf tókst að opna smá glufu yfir alla þessa óskiljanlegu leyndardóma stærðfræðinnar!!
Entist ekki lengi - þar sem ég rembdist eins og rjúpan við staurinn að klóra mig í gegnum stærðfræði heimaverkefni - og endaði með að skrifa við sum svörin og dæmin "ég hreinlega skil þetta bara ekki"
En ég er líka búin með dönsku verkefni -stíl um menningu danmerkur (efni að eigin vali blaaaa) og læra undir dönsku próf sem ég tek á mánudaginn!!
í millitíðinni fórum við Kítar út fyrir bæinn og lékum okkur í nýfallna snjónum - svaka gaman - en núna er hún sennilegast pirruð út í mig fyrir að læra svona mikið - litla dúllan mín.
föstudagur, nóvember 28, 2003
Góðan daginn!!
Ég er allt önnur manneskja í dag eftir að hafa fengið að sofa og hvíla mig í gær. Lærði ekki staf heldur svaf, las og horfði á videó - reyndar mætti ég í skólann en hann var stuttur þar sem danskan féll niður í gær.
Ég var að tala við þau fyrir sunnan - þe Kalla, Raggý og Hjölla og Kalli var á leiðinni með Hjölla inn á vog - tók sér frí fyrir hádegi til að skutla honum. Gott mál - þá getur sá kafli byrjað. Og nú hefst minn tími. Hvað nú verður veit nú enginn vandinn er um slíkt að spá......
Ég er allt önnur manneskja í dag eftir að hafa fengið að sofa og hvíla mig í gær. Lærði ekki staf heldur svaf, las og horfði á videó - reyndar mætti ég í skólann en hann var stuttur þar sem danskan féll niður í gær.
Ég var að tala við þau fyrir sunnan - þe Kalla, Raggý og Hjölla og Kalli var á leiðinni með Hjölla inn á vog - tók sér frí fyrir hádegi til að skutla honum. Gott mál - þá getur sá kafli byrjað. Og nú hefst minn tími. Hvað nú verður veit nú enginn vandinn er um slíkt að spá......
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Sofi dagur í dag....
Þar kom að því að líkaminn sagði "nei hingað og ekki lengra" og neitaði að gera neitt í morgun sama hvað ég reyndi. Maður getur greinilega ekki gengið lengi án þess að sofa. Svo ég hringdi í Helgu skólastjóra sem var reyndar búin að segja mér að ef ég þyrfti að hvíla mig þá mætti ég hringja í hana. Og það var ekkert mál, ég fékk frí í dag og skreið aftur í rúmið og svaf til núna. En ég er jafnvel að spá í að fara aftur í bælið, lesa og slappa alveg af í dag - ekki læra og ekki neitt. Ég hef ekki gert það síðan löngu fyrir vetrarfrí.
Þar kom að því að líkaminn sagði "nei hingað og ekki lengra" og neitaði að gera neitt í morgun sama hvað ég reyndi. Maður getur greinilega ekki gengið lengi án þess að sofa. Svo ég hringdi í Helgu skólastjóra sem var reyndar búin að segja mér að ef ég þyrfti að hvíla mig þá mætti ég hringja í hana. Og það var ekkert mál, ég fékk frí í dag og skreið aftur í rúmið og svaf til núna. En ég er jafnvel að spá í að fara aftur í bælið, lesa og slappa alveg af í dag - ekki læra og ekki neitt. Ég hef ekki gert það síðan löngu fyrir vetrarfrí.
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Komin á fætur - once again..
og svo skrýtið það sem mig dreymdi. Málið er að við Hjölli ætluðum að fara í ferðalag til US, eitthvað sem okkur hefur langað að gera lengi og jafnvel ætluðum að fara næsta sumar. En í draumnum vorum við einmitt að leggja í hann, og við vorum komin upp í flugrútuna þegar hann segist ekk i geta haldið svona áfram, hann yrði alltaf eins og hann er, og rýkur svo í burtu. Ég að sjálfsögðu sit eftir með sárt ennið, og leiðin til Keflavíkur var hræðileg, en þegar þangað var komið þá beið Hjölli þar eftir mér og segist ætla að koma með, að ekkert sé þess virði að gera það án mín.
Og gott fólk - í dag er fyrsti dagurinn sem ég vakna ógrátandi - veit ekki alveg af hverju - mér allavega líður mjög ílla akkúrat núna, vildi óska þess að draumar yrðu að veruleika - þó það væri ekki nema bara í örfáskipti fyrir hverja manneskju.
og svo skrýtið það sem mig dreymdi. Málið er að við Hjölli ætluðum að fara í ferðalag til US, eitthvað sem okkur hefur langað að gera lengi og jafnvel ætluðum að fara næsta sumar. En í draumnum vorum við einmitt að leggja í hann, og við vorum komin upp í flugrútuna þegar hann segist ekk i geta haldið svona áfram, hann yrði alltaf eins og hann er, og rýkur svo í burtu. Ég að sjálfsögðu sit eftir með sárt ennið, og leiðin til Keflavíkur var hræðileg, en þegar þangað var komið þá beið Hjölli þar eftir mér og segist ætla að koma með, að ekkert sé þess virði að gera það án mín.
Og gott fólk - í dag er fyrsti dagurinn sem ég vakna ógrátandi - veit ekki alveg af hverju - mér allavega líður mjög ílla akkúrat núna, vildi óska þess að draumar yrðu að veruleika - þó það væri ekki nema bara í örfáskipti fyrir hverja manneskju.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Afi minn er 80 ára í dag!!
Og svo erum við hin ungu að hafa áhyggjur af því að hlutirnir sem okkur þykja hræðilegir séu bara endalokin, ég hef bara lifað í 28 ár, ef ég næ áttræðu þá á ég 52 ár eftir!! Samband okkar Hjölla var í 6 ár! Sjáið þið hvað hlutfallið þarna á milli er fáránlegt??
En nóg um það TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AFI MINN!! (ekki það að hann sé tölvuvæddur og lesi bloggið mitt - þá væri hann sennilegast ekki áttræður í dag - If U know what I mean...)
En ég komst fram úr í morgun, eftir svefnlitla nótt. Ég er núna að hafa áhyggjur af skólanum. Mér finnst svo mikið eftir að gera, ég svo langt á eftir með allt og svo stuttur tími. Og ég næ ekki að sofa, næ ekki að vakna kl sjö til að nýta tímann fyrir vinnu til að læra, kem heim kl. fimm og þá er lítil tík sem þarf líka ástúð og athygli, skóli kl sjö til tíu, hálf ellefu, og þá reyni ég að fara að sofa. Þessi tími sem ég sit við tölvuna er frekar lítill og ég næ ekki að byrja á neinu - hef mig ekki í það.
Semst ofan á allt saman þá fæ ég hnút í magan vegna skólans og ég hreinlega má ekki við því.
Og svo erum við hin ungu að hafa áhyggjur af því að hlutirnir sem okkur þykja hræðilegir séu bara endalokin, ég hef bara lifað í 28 ár, ef ég næ áttræðu þá á ég 52 ár eftir!! Samband okkar Hjölla var í 6 ár! Sjáið þið hvað hlutfallið þarna á milli er fáránlegt??
En nóg um það TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AFI MINN!! (ekki það að hann sé tölvuvæddur og lesi bloggið mitt - þá væri hann sennilegast ekki áttræður í dag - If U know what I mean...)
En ég komst fram úr í morgun, eftir svefnlitla nótt. Ég er núna að hafa áhyggjur af skólanum. Mér finnst svo mikið eftir að gera, ég svo langt á eftir með allt og svo stuttur tími. Og ég næ ekki að sofa, næ ekki að vakna kl sjö til að nýta tímann fyrir vinnu til að læra, kem heim kl. fimm og þá er lítil tík sem þarf líka ástúð og athygli, skóli kl sjö til tíu, hálf ellefu, og þá reyni ég að fara að sofa. Þessi tími sem ég sit við tölvuna er frekar lítill og ég næ ekki að byrja á neinu - hef mig ekki í það.
Semst ofan á allt saman þá fæ ég hnút í magan vegna skólans og ég hreinlega má ekki við því.
mánudagur, nóvember 24, 2003
Og ég komst á lappir - ótrúlegt en satt.
Svo var líka svo fyndið þegar klukkan hringdi því Kítöru brá svo rosalega að hún datt úr rúminu (já ég leyfi henni sko að kúra uppí þegar ég er svona einmanna) og þá komst ég líka að því að timerinn á kaffikönnunni virkar!! svo þegar ég vaknaði var tilbúið kaffi frammi og þvílíkur endemis dásemdar ilmur sem lagði inn í herbergi.
Og ég kom jólaseríunum upp í gær - 1 í stofunni, og 2 í eldhúsinu.
Í gær gerði ég svo fátt annað. Reyndi að læra en komst ekki í neinn gír, var alltaf að missa einbeitninguna og var allt of eirðarlaus. Sá að þetta þýddi ekki neitt - svo ég hætti þessu bara. Það var ógissleg rigning úti og ég nennti hreinlega ekki að vera til, var þá dregin í leikinn "felum bangsann" sem gekk vel - nema hún verður fljótlega þreytt þegar hún þarf alltaf að hlýða, og leggst og sofnar!!! Hún er örugglega komin aftur upp í rúm núna - dregur mig á lappir og út í labbó og kemur mér af stað - skríður svo sjálf aftur uppí og heldur áfram að sofa.
Svo var líka svo fyndið þegar klukkan hringdi því Kítöru brá svo rosalega að hún datt úr rúminu (já ég leyfi henni sko að kúra uppí þegar ég er svona einmanna) og þá komst ég líka að því að timerinn á kaffikönnunni virkar!! svo þegar ég vaknaði var tilbúið kaffi frammi og þvílíkur endemis dásemdar ilmur sem lagði inn í herbergi.
Og ég kom jólaseríunum upp í gær - 1 í stofunni, og 2 í eldhúsinu.
Í gær gerði ég svo fátt annað. Reyndi að læra en komst ekki í neinn gír, var alltaf að missa einbeitninguna og var allt of eirðarlaus. Sá að þetta þýddi ekki neitt - svo ég hætti þessu bara. Það var ógissleg rigning úti og ég nennti hreinlega ekki að vera til, var þá dregin í leikinn "felum bangsann" sem gekk vel - nema hún verður fljótlega þreytt þegar hún þarf alltaf að hlýða, og leggst og sofnar!!! Hún er örugglega komin aftur upp í rúm núna - dregur mig á lappir og út í labbó og kemur mér af stað - skríður svo sjálf aftur uppí og heldur áfram að sofa.
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Sunnudagur, og helgin að verða búin...
Ég svaf allt of lengi - alveg til hálf tólf, náttlea með vakni um átta til að hleypa henni út að pissa - en svo skriðum við aftur í bælið og kúrðum okkur niður og hrutum eins og hross.
Svo þar fóru nokkrir klukkutímar í súginn með lærdóminn. En það verður bara að hafa það.
Takk fyrir öll kommentin - ég ætla að setja upp seríurnar á eftir - seinnipartinn þegar farið verður að dimma - hlakka til að lífga aðeins upp á tilveruna - ekki veitir af.
Ég svaf allt of lengi - alveg til hálf tólf, náttlea með vakni um átta til að hleypa henni út að pissa - en svo skriðum við aftur í bælið og kúrðum okkur niður og hrutum eins og hross.
Svo þar fóru nokkrir klukkutímar í súginn með lærdóminn. En það verður bara að hafa það.
Takk fyrir öll kommentin - ég ætla að setja upp seríurnar á eftir - seinnipartinn þegar farið verður að dimma - hlakka til að lífga aðeins upp á tilveruna - ekki veitir af.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Ok desperate í jólaljós..
Er of snemmt að setja upp jólaljósin núna - þe seríur í glugga og þess háttar??
ég óska eftir svörum í "comment" hér að neðan.....
Ég var nefnilega að kveikja á lampanum í stofunni - mér finnst svo drungalegt, svo einmannalegt eitthvað og mér datt í hug að smella þeim upp til að lífga aðeins upp á tilveruna og ráðast á myrkrið úti.. heppin ég vegna þess að ég á allar seríurnar mínar síðan í fyrra og þær virka flott!!!!
Annars erum við komnar á fætur og búnar með labbó, og núna er ekkert nema að hella sér í lærdóminn.
Er of snemmt að setja upp jólaljósin núna - þe seríur í glugga og þess háttar??
ég óska eftir svörum í "comment" hér að neðan.....
Ég var nefnilega að kveikja á lampanum í stofunni - mér finnst svo drungalegt, svo einmannalegt eitthvað og mér datt í hug að smella þeim upp til að lífga aðeins upp á tilveruna og ráðast á myrkrið úti.. heppin ég vegna þess að ég á allar seríurnar mínar síðan í fyrra og þær virka flott!!!!
Annars erum við komnar á fætur og búnar með labbó, og núna er ekkert nema að hella sér í lærdóminn.
föstudagur, nóvember 21, 2003
Það er föstudagur í dag...
og venjulega veitir það mér ómælda gleði að hafa helgina framundan. En ekki í dag. Ég hef alveg óhugnanlega mikið eftir ólært af heimanámi, aukatími á sunnudaginn í stærðfræði, hitta Hafdísi sem er með mér í Nátt til að læra eitthvað um blóðflokka og tengingu þeirra, 3 verkefni í sögu, 1 í íslensku (helvítis Laxdæla) og 2 í náttúrufræði. Ég sé ekki framá að fara til Mývó í dag né um helgina. Ég kvíði hinu daglega lífi sem er í næstu viku og hafði vonast til að gera eitthvað upplífgandi til að hressa sálartetrið við um helgina í stað þess að vera hérna ein og rolast um með bækurnar, hugsandi hvað verður og hvernig verður þetta.
Það eru ótal spurningar í hausnum á mér, og mér finnst kollurinn vera í einum hrærigraut. Það er svo margt sem togast á, fólk segir mér að gera svona og aðrir segja mér að gera hinsegin. Og þar af leiðandi þori ég ekki að segja það sem mig langar virkilega til að gera....
og venjulega veitir það mér ómælda gleði að hafa helgina framundan. En ekki í dag. Ég hef alveg óhugnanlega mikið eftir ólært af heimanámi, aukatími á sunnudaginn í stærðfræði, hitta Hafdísi sem er með mér í Nátt til að læra eitthvað um blóðflokka og tengingu þeirra, 3 verkefni í sögu, 1 í íslensku (helvítis Laxdæla) og 2 í náttúrufræði. Ég sé ekki framá að fara til Mývó í dag né um helgina. Ég kvíði hinu daglega lífi sem er í næstu viku og hafði vonast til að gera eitthvað upplífgandi til að hressa sálartetrið við um helgina í stað þess að vera hérna ein og rolast um með bækurnar, hugsandi hvað verður og hvernig verður þetta.
Það eru ótal spurningar í hausnum á mér, og mér finnst kollurinn vera í einum hrærigraut. Það er svo margt sem togast á, fólk segir mér að gera svona og aðrir segja mér að gera hinsegin. Og þar af leiðandi þori ég ekki að segja það sem mig langar virkilega til að gera....
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Komin heim aftur...
Ok sumir vita að Hjölli stakk af til Reykjavíkur undir þeim formerkjum að hann væri að fara inn á Vog - ég hálfviti og grunlaus- græn á bak við eyrum keyrði hann í sakleysi mínu út á flugvöll á þriðjudagsmorgni 11 nóv. Síðan heyrði ég ekkert í honum nema fékk veður af því að hann væri á fyllerii og hann hafði heldur ekkert hringt í mig. Mér leið afskaplega ílla. Þegar ég hringdi á þessa staði t.d. Nellýs og fl. þá heyrði ég á staffinu að hann hefði verið þarna og neitaði að tala við mig. Ég skildi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Aftur - leið mér hræðilega. Svo ég skellti mér til R-vík á fimmtudeginum til að fá að vita eitthvað og ég fann hann - talaði við hann og allt virtist verða ok - nema hann gaf skít í allt og alla þar á meðal mig og allt sem við höfðum með að stinga af aftur og fara á heljarins fyllerí og djamm um helgina.
Ég gat ekki meir og fór aftur til Mývó á sunnudaginn. Niðurbrotin.
Ég er komin heim núna - enn niðurbrotin á hvernig fólk getur verið svona grimmt.
Ég tel mig vera konu einsama í dag.
Ok sumir vita að Hjölli stakk af til Reykjavíkur undir þeim formerkjum að hann væri að fara inn á Vog - ég hálfviti og grunlaus- græn á bak við eyrum keyrði hann í sakleysi mínu út á flugvöll á þriðjudagsmorgni 11 nóv. Síðan heyrði ég ekkert í honum nema fékk veður af því að hann væri á fyllerii og hann hafði heldur ekkert hringt í mig. Mér leið afskaplega ílla. Þegar ég hringdi á þessa staði t.d. Nellýs og fl. þá heyrði ég á staffinu að hann hefði verið þarna og neitaði að tala við mig. Ég skildi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Aftur - leið mér hræðilega. Svo ég skellti mér til R-vík á fimmtudeginum til að fá að vita eitthvað og ég fann hann - talaði við hann og allt virtist verða ok - nema hann gaf skít í allt og alla þar á meðal mig og allt sem við höfðum með að stinga af aftur og fara á heljarins fyllerí og djamm um helgina.
Ég gat ekki meir og fór aftur til Mývó á sunnudaginn. Niðurbrotin.
Ég er komin heim núna - enn niðurbrotin á hvernig fólk getur verið svona grimmt.
Ég tel mig vera konu einsama í dag.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Líf sjúkdómur??
Vinkona mín skrifar:
"Er að spá í hvort að einstaklingur (sem slíkur) geti talist vera sjúkdómur?? Sjúkdómur er skilgreindur m.a. sem óeðlilegt líkamlegt eða huglægt ástand sem orsakast af sýklum, röskun erfðaefna eða áverkum."
Ég las einhverstaðar að "Líf væri sjúkdómur sem smitast við kynmök"
Hvað heldur þú mín kæra vinkona???
Vinkona mín skrifar:
"Er að spá í hvort að einstaklingur (sem slíkur) geti talist vera sjúkdómur?? Sjúkdómur er skilgreindur m.a. sem óeðlilegt líkamlegt eða huglægt ástand sem orsakast af sýklum, röskun erfðaefna eða áverkum."
Ég las einhverstaðar að "Líf væri sjúkdómur sem smitast við kynmök"
Hvað heldur þú mín kæra vinkona???
mánudagur, nóvember 10, 2003
Laxdæla....
er í íslensku, eftir frekar langan dag - en vitiði það að bíllinn virkar vel!!! Nei - ég sko lærði ekki staf í vetrarfríinu og þar á meðal hef ekki litið í þessa frægu bók Laxdælu og hef ekki skýmu um hvað er verið að tala og hvað eru svörin við þessum verkefnum sem búið er að lóda á okkur.
Veit einhver um almennilega síðu sem getur hjálpað mér með þetta???
Ég held nebbleea að þetta verði ekki einu sinni prófað... bara nennekki...
En bíllinn er yndislegur!!!!!!
er í íslensku, eftir frekar langan dag - en vitiði það að bíllinn virkar vel!!! Nei - ég sko lærði ekki staf í vetrarfríinu og þar á meðal hef ekki litið í þessa frægu bók Laxdælu og hef ekki skýmu um hvað er verið að tala og hvað eru svörin við þessum verkefnum sem búið er að lóda á okkur.
Veit einhver um almennilega síðu sem getur hjálpað mér með þetta???
Ég held nebbleea að þetta verði ekki einu sinni prófað... bara nennekki...
En bíllinn er yndislegur!!!!!!
Komin heim aftur!
Eftir hreint út sagt frábært vetrarfrí. Leiðinlegt að geta ekki hitt alla sem ég vildi hitta - og sennilegast fæ ég fúla pósta frá sumum sem fengu ekki að hitta okkur fyrir sunnan. Já gott fólk - við náðum i bílinn inn á Akureyri á miðvikudaginn, borguðum fyrir hann og brunuðum suður. Eftri átta mánaða fjarveru fannst mér ekki mikið hafa breyst. (en bíllinnn er frábær!!)
Við semst vorum komin suður á miðvikudagskvöldið. Öll þrjú afar þreytt, tíkin samt alveg ótrúlega þæg í bíl, svaf mest alla leiðina og var róleg. (alveg snilld að keyra bílinn!!)
Á fimmtudaginn skiptum við liði og reyndum að hitta alla sem við gátum hitt, og áttum rólegt kvöld þar sem við erum með hund núna þá er ekkert sem heitir að fara og fá sér öl einhverstaðar. Hún var búin að vera svo dugleg að bíða í bílum á milli heimsókna og kaffihúsa að ég hafði ekki brjóst í mér að skilja hana meira eina eftir. En það var ósköp notalegt að hitta fólk eftir svona langa fjarveru. Svo við pöntuðum okkur Ning's (matur sem fæst ekki fyrir austan) og tókum spólur og keyptum ís.
Á föstudaginn var sko farið í sund - legið i heitu pottunum og farið í morgunmat til Dóu á Kofanum - takk fyrir mig mín kæra!! Svo ákváðum við að fara með bílinn í olíuskiptingu og smur og allar græjur. Fórum í alls kyns búðir, og svo var dagurinn allt í einu búinn. Fórum samt og sáum Matrix í Kringlubíói, gátum ekki verið þekkt fyrir að fara ekkert í bíó. Svo var haldið til Kalla og Raggý á Grundarstígnum og spilað. Georg mætti líka og kominn með alskegg - alveg mega flottur!!!
Á laugardaginn var svo vaknað og öllu hent út í bíl. Buðum okkur í morgunkaffi til Gunna Lyng og Maríu og hittum þar nýjasta litla krílið þeirra hana Önnu Rakel, sem er alveg oggó pínu pons. Fórum í hádegismat til afa og ömmu - sem er alltaf gott að hitta, grautur og alles. Kíktum í nokkrar fleiri búðir og brunuðum svo aftur norður. Ferðin gekk vel norður, og vorum í kvöldmat hjá tengdapabba ásamt Rut Reginalds og hljómborðsleikaranum hennar. Monsa tíkinn hans Harðar var alveg komin á steypirinn, hún sennilegast átti hvolpana sína þá um nóttina blessunin, enda var hún svo stór, ólétt og geðill, þannig að Kítara fékk bara að bíða í bílnum á meðan. Við brunuðum svo í Mývó um kvöldið - alltaf gott að gista þar.
Sunnudagurinn byrjaði á gufu. Pabbi vildi svo skipta um hosur á bílnum, sem er alltaf gott ráð að gera til að byrja með þegar maður kaupir nýjan bíl segir hann - ég treysti honum í þessum málum. Þá komumst við að því að það er ný vél í bílnum - sennilegast ekki keyrði nema um 50þ kílómetra. Alveg snilldar uppgötvun - við vissum að við vorum að fá gott eintak af bíl - en þetta er stór plús!!! Enda er bíllinn alveg snilld!!
Vorum þar til um þrjú og brunuðum svo heim.
Alltaf gott að komast heim, Kítara sem var alveg til fyrirmyndar í alla staði var því fegin að komast heim - enda er hún búin að sofa síðan.
Svo núna tekur vinnan við aftur og skólinn.....
Eftir hreint út sagt frábært vetrarfrí. Leiðinlegt að geta ekki hitt alla sem ég vildi hitta - og sennilegast fæ ég fúla pósta frá sumum sem fengu ekki að hitta okkur fyrir sunnan. Já gott fólk - við náðum i bílinn inn á Akureyri á miðvikudaginn, borguðum fyrir hann og brunuðum suður. Eftri átta mánaða fjarveru fannst mér ekki mikið hafa breyst. (en bíllinnn er frábær!!)
Við semst vorum komin suður á miðvikudagskvöldið. Öll þrjú afar þreytt, tíkin samt alveg ótrúlega þæg í bíl, svaf mest alla leiðina og var róleg. (alveg snilld að keyra bílinn!!)
Á fimmtudaginn skiptum við liði og reyndum að hitta alla sem við gátum hitt, og áttum rólegt kvöld þar sem við erum með hund núna þá er ekkert sem heitir að fara og fá sér öl einhverstaðar. Hún var búin að vera svo dugleg að bíða í bílum á milli heimsókna og kaffihúsa að ég hafði ekki brjóst í mér að skilja hana meira eina eftir. En það var ósköp notalegt að hitta fólk eftir svona langa fjarveru. Svo við pöntuðum okkur Ning's (matur sem fæst ekki fyrir austan) og tókum spólur og keyptum ís.
Á föstudaginn var sko farið í sund - legið i heitu pottunum og farið í morgunmat til Dóu á Kofanum - takk fyrir mig mín kæra!! Svo ákváðum við að fara með bílinn í olíuskiptingu og smur og allar græjur. Fórum í alls kyns búðir, og svo var dagurinn allt í einu búinn. Fórum samt og sáum Matrix í Kringlubíói, gátum ekki verið þekkt fyrir að fara ekkert í bíó. Svo var haldið til Kalla og Raggý á Grundarstígnum og spilað. Georg mætti líka og kominn með alskegg - alveg mega flottur!!!
Á laugardaginn var svo vaknað og öllu hent út í bíl. Buðum okkur í morgunkaffi til Gunna Lyng og Maríu og hittum þar nýjasta litla krílið þeirra hana Önnu Rakel, sem er alveg oggó pínu pons. Fórum í hádegismat til afa og ömmu - sem er alltaf gott að hitta, grautur og alles. Kíktum í nokkrar fleiri búðir og brunuðum svo aftur norður. Ferðin gekk vel norður, og vorum í kvöldmat hjá tengdapabba ásamt Rut Reginalds og hljómborðsleikaranum hennar. Monsa tíkinn hans Harðar var alveg komin á steypirinn, hún sennilegast átti hvolpana sína þá um nóttina blessunin, enda var hún svo stór, ólétt og geðill, þannig að Kítara fékk bara að bíða í bílnum á meðan. Við brunuðum svo í Mývó um kvöldið - alltaf gott að gista þar.
Sunnudagurinn byrjaði á gufu. Pabbi vildi svo skipta um hosur á bílnum, sem er alltaf gott ráð að gera til að byrja með þegar maður kaupir nýjan bíl segir hann - ég treysti honum í þessum málum. Þá komumst við að því að það er ný vél í bílnum - sennilegast ekki keyrði nema um 50þ kílómetra. Alveg snilldar uppgötvun - við vissum að við vorum að fá gott eintak af bíl - en þetta er stór plús!!! Enda er bíllinn alveg snilld!!
Vorum þar til um þrjú og brunuðum svo heim.
Alltaf gott að komast heim, Kítara sem var alveg til fyrirmyndar í alla staði var því fegin að komast heim - enda er hún búin að sofa síðan.
Svo núna tekur vinnan við aftur og skólinn.....
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
jóló úti...
Það er svona ekta jólasnjókoma úti. Fór út að labba með tíkina og það er alveg stillt úti - ekki til vindur og snjórinn fellur bara svona í flygsum óáreittur niður til jarðar.
Mikið svakalega var það gott að sofa svona vel. Og vakna ekki fyrr en um tíu.. já TÍU!!! og bara dúllast með tíkinni, fara í labbó, hella í rólegheitunum upp á kaffi og koma sér vel fyrir vitandi það að ég þyrfti ekki að fara út í frekar en ég vildi.
Ég er að spá í að ræsa Hjölla samt, fá hann til að bjalla í Gumma félaga sinn, sem kannski getur skutlað okkur til Mývó. Hann er nýkominn með bílprófið aftur og finnst afar gaman að keyra. Aldrei að vita nema hann vilji taka rúnt með sinni kellu fyrst hann er í fríi.
Það er svona ekta jólasnjókoma úti. Fór út að labba með tíkina og það er alveg stillt úti - ekki til vindur og snjórinn fellur bara svona í flygsum óáreittur niður til jarðar.
Mikið svakalega var það gott að sofa svona vel. Og vakna ekki fyrr en um tíu.. já TÍU!!! og bara dúllast með tíkinni, fara í labbó, hella í rólegheitunum upp á kaffi og koma sér vel fyrir vitandi það að ég þyrfti ekki að fara út í frekar en ég vildi.
Ég er að spá í að ræsa Hjölla samt, fá hann til að bjalla í Gumma félaga sinn, sem kannski getur skutlað okkur til Mývó. Hann er nýkominn með bílprófið aftur og finnst afar gaman að keyra. Aldrei að vita nema hann vilji taka rúnt með sinni kellu fyrst hann er í fríi.
mánudagur, nóvember 03, 2003
Engar rútur!!!
Vissuð þið að það ganga engar rútur á milli Egilsstaða og Akureyrar!!! Ég er nett pirruð á þessu og flugið tekur 140 fokking mínútur og kostar fokking 8þ kall!!! Flogið fyrst til R-vík og svo til A-eyrar. Ég er alveg hvumsa á þessu batteríi hérna á þessu skeri!!!
Málið er að bíllinn sem mig langar til að kaupa er á A-eyri, sett á hann 390þ en ég fæ hann á 225þ staðgreitt. Svo ég þarf að koma mér norður - ganga frá láninu og að sjálfsögðu ná í bílinn. En mitt gamla hræ kemst ekki lengra en að Vattarnesskriðum, svo ég get gleymt því að fara á honum og auk þess: hver ætti að keyra hann heim.
En ég er komin í frí, dagurinn í dag var stuttur/langur. Þessir 2 tímar voru óhugnalega lengi að líða maður lifandi. Drakk meðal annars heila könnu af kaffi.
Vissuð þið að það ganga engar rútur á milli Egilsstaða og Akureyrar!!! Ég er nett pirruð á þessu og flugið tekur 140 fokking mínútur og kostar fokking 8þ kall!!! Flogið fyrst til R-vík og svo til A-eyrar. Ég er alveg hvumsa á þessu batteríi hérna á þessu skeri!!!
Málið er að bíllinn sem mig langar til að kaupa er á A-eyri, sett á hann 390þ en ég fæ hann á 225þ staðgreitt. Svo ég þarf að koma mér norður - ganga frá láninu og að sjálfsögðu ná í bílinn. En mitt gamla hræ kemst ekki lengra en að Vattarnesskriðum, svo ég get gleymt því að fara á honum og auk þess: hver ætti að keyra hann heim.
En ég er komin í frí, dagurinn í dag var stuttur/langur. Þessir 2 tímar voru óhugnalega lengi að líða maður lifandi. Drakk meðal annars heila könnu af kaffi.
sunnudagur, nóvember 02, 2003
Ótrúlegt en satt!!!
ég sat við tölvurnar allan daginn í gær, en bloggaði ekki staf!! Enda var ég á milljón frá hádegi til hálf níu í gær - ákvað að hætta ekki kl fimm eins og vanalega, heldur klára allt draslið - enda kláraði ég Kjörbókarritgerð, Verkefni úr snorra-eddu, Talæfingu í dönsku og ThemaII ritgerð í sögu um Rússnesku byltinguna. Já og svo snaraði ég mér í gegnum náttúrurfræðiverkefni kafli 6 í leiðinni.
Svo í dag er MORROWIND!!!!!!!!!!!!!!!
Í gær kom Valur, til að sækja eitthvað og spyrja um eitthvað, bla bla, og það var eins og við manninn mælt, allt andrúmsloft spenntist upp. Kítara reyndi að fá athygli frá honum - come on - hann er ný farinn og hún hefur alltaf vitað af honum á heimilinu - hann hefði alveg getað heilsað henni aðeins - sýnt henni smá athygli. Svo hún espist upp, og hann pirrast og þá pirrrast Hjölli og allt fer í háaloft og á endanum er Kítöru kennt um allt. Svona var þetta daglega á meðan Valur var hérna - þ.e. síðasta mánuðinn. Ég trúði þessu ekki fyrr en ég sá þetta í gær.
Ég er bara að vona að þessi dallur þeirra fari að drulla sér í burtu aftur. Meðlimir áhafnarinnar eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir. Þeir hanga á barnum og gera allt vitlaust, og Valur fílar það örugglega. Hann var t.d. að hreykja sér af því að hafa verið með þeim þegar þeir voru að stela hjólum og láta henda sér út... come on folks - how old are U!!!
Nei Valur er ekki 35 ára í þroska það er sko ábyggilegt!!!
ég sat við tölvurnar allan daginn í gær, en bloggaði ekki staf!! Enda var ég á milljón frá hádegi til hálf níu í gær - ákvað að hætta ekki kl fimm eins og vanalega, heldur klára allt draslið - enda kláraði ég Kjörbókarritgerð, Verkefni úr snorra-eddu, Talæfingu í dönsku og ThemaII ritgerð í sögu um Rússnesku byltinguna. Já og svo snaraði ég mér í gegnum náttúrurfræðiverkefni kafli 6 í leiðinni.
Svo í dag er MORROWIND!!!!!!!!!!!!!!!
Í gær kom Valur, til að sækja eitthvað og spyrja um eitthvað, bla bla, og það var eins og við manninn mælt, allt andrúmsloft spenntist upp. Kítara reyndi að fá athygli frá honum - come on - hann er ný farinn og hún hefur alltaf vitað af honum á heimilinu - hann hefði alveg getað heilsað henni aðeins - sýnt henni smá athygli. Svo hún espist upp, og hann pirrast og þá pirrrast Hjölli og allt fer í háaloft og á endanum er Kítöru kennt um allt. Svona var þetta daglega á meðan Valur var hérna - þ.e. síðasta mánuðinn. Ég trúði þessu ekki fyrr en ég sá þetta í gær.
Ég er bara að vona að þessi dallur þeirra fari að drulla sér í burtu aftur. Meðlimir áhafnarinnar eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir. Þeir hanga á barnum og gera allt vitlaust, og Valur fílar það örugglega. Hann var t.d. að hreykja sér af því að hafa verið með þeim þegar þeir voru að stela hjólum og láta henda sér út... come on folks - how old are U!!!
Nei Valur er ekki 35 ára í þroska það er sko ábyggilegt!!!