Ótrúlegt en satt!!!
ég sat við tölvurnar allan daginn í gær, en bloggaði ekki staf!! Enda var ég á milljón frá hádegi til hálf níu í gær - ákvað að hætta ekki kl fimm eins og vanalega, heldur klára allt draslið - enda kláraði ég Kjörbókarritgerð, Verkefni úr snorra-eddu, Talæfingu í dönsku og ThemaII ritgerð í sögu um Rússnesku byltinguna. Já og svo snaraði ég mér í gegnum náttúrurfræðiverkefni kafli 6 í leiðinni.
Svo í dag er MORROWIND!!!!!!!!!!!!!!!
Í gær kom Valur, til að sækja eitthvað og spyrja um eitthvað, bla bla, og það var eins og við manninn mælt, allt andrúmsloft spenntist upp. Kítara reyndi að fá athygli frá honum - come on - hann er ný farinn og hún hefur alltaf vitað af honum á heimilinu - hann hefði alveg getað heilsað henni aðeins - sýnt henni smá athygli. Svo hún espist upp, og hann pirrast og þá pirrrast Hjölli og allt fer í háaloft og á endanum er Kítöru kennt um allt. Svona var þetta daglega á meðan Valur var hérna - þ.e. síðasta mánuðinn. Ég trúði þessu ekki fyrr en ég sá þetta í gær.
Ég er bara að vona að þessi dallur þeirra fari að drulla sér í burtu aftur. Meðlimir áhafnarinnar eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir. Þeir hanga á barnum og gera allt vitlaust, og Valur fílar það örugglega. Hann var t.d. að hreykja sér af því að hafa verið með þeim þegar þeir voru að stela hjólum og láta henda sér út... come on folks - how old are U!!!
Nei Valur er ekki 35 ára í þroska það er sko ábyggilegt!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli