mánudagur, nóvember 03, 2003

Engar rútur!!!
Vissuð þið að það ganga engar rútur á milli Egilsstaða og Akureyrar!!! Ég er nett pirruð á þessu og flugið tekur 140 fokking mínútur og kostar fokking 8þ kall!!! Flogið fyrst til R-vík og svo til A-eyrar. Ég er alveg hvumsa á þessu batteríi hérna á þessu skeri!!!
Málið er að bíllinn sem mig langar til að kaupa er á A-eyri, sett á hann 390þ en ég fæ hann á 225þ staðgreitt. Svo ég þarf að koma mér norður - ganga frá láninu og að sjálfsögðu ná í bílinn. En mitt gamla hræ kemst ekki lengra en að Vattarnesskriðum, svo ég get gleymt því að fara á honum og auk þess: hver ætti að keyra hann heim.

En ég er komin í frí, dagurinn í dag var stuttur/langur. Þessir 2 tímar voru óhugnalega lengi að líða maður lifandi. Drakk meðal annars heila könnu af kaffi.

Engin ummæli: