jóló úti...
Það er svona ekta jólasnjókoma úti. Fór út að labba með tíkina og það er alveg stillt úti - ekki til vindur og snjórinn fellur bara svona í flygsum óáreittur niður til jarðar.
Mikið svakalega var það gott að sofa svona vel. Og vakna ekki fyrr en um tíu.. já TÍU!!! og bara dúllast með tíkinni, fara í labbó, hella í rólegheitunum upp á kaffi og koma sér vel fyrir vitandi það að ég þyrfti ekki að fara út í frekar en ég vildi.
Ég er að spá í að ræsa Hjölla samt, fá hann til að bjalla í Gumma félaga sinn, sem kannski getur skutlað okkur til Mývó. Hann er nýkominn með bílprófið aftur og finnst afar gaman að keyra. Aldrei að vita nema hann vilji taka rúnt með sinni kellu fyrst hann er í fríi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli