Afi minn er 80 ára í dag!!
Og svo erum við hin ungu að hafa áhyggjur af því að hlutirnir sem okkur þykja hræðilegir séu bara endalokin, ég hef bara lifað í 28 ár, ef ég næ áttræðu þá á ég 52 ár eftir!! Samband okkar Hjölla var í 6 ár! Sjáið þið hvað hlutfallið þarna á milli er fáránlegt??
En nóg um það TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AFI MINN!! (ekki það að hann sé tölvuvæddur og lesi bloggið mitt - þá væri hann sennilegast ekki áttræður í dag - If U know what I mean...)
En ég komst fram úr í morgun, eftir svefnlitla nótt. Ég er núna að hafa áhyggjur af skólanum. Mér finnst svo mikið eftir að gera, ég svo langt á eftir með allt og svo stuttur tími. Og ég næ ekki að sofa, næ ekki að vakna kl sjö til að nýta tímann fyrir vinnu til að læra, kem heim kl. fimm og þá er lítil tík sem þarf líka ástúð og athygli, skóli kl sjö til tíu, hálf ellefu, og þá reyni ég að fara að sofa. Þessi tími sem ég sit við tölvuna er frekar lítill og ég næ ekki að byrja á neinu - hef mig ekki í það.
Semst ofan á allt saman þá fæ ég hnút í magan vegna skólans og ég hreinlega má ekki við því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli