mánudagur, nóvember 24, 2003

Og ég komst á lappir - ótrúlegt en satt.
Svo var líka svo fyndið þegar klukkan hringdi því Kítöru brá svo rosalega að hún datt úr rúminu (já ég leyfi henni sko að kúra uppí þegar ég er svona einmanna) og þá komst ég líka að því að timerinn á kaffikönnunni virkar!! svo þegar ég vaknaði var tilbúið kaffi frammi og þvílíkur endemis dásemdar ilmur sem lagði inn í herbergi.
Og ég kom jólaseríunum upp í gær - 1 í stofunni, og 2 í eldhúsinu.
Í gær gerði ég svo fátt annað. Reyndi að læra en komst ekki í neinn gír, var alltaf að missa einbeitninguna og var allt of eirðarlaus. Sá að þetta þýddi ekki neitt - svo ég hætti þessu bara. Það var ógissleg rigning úti og ég nennti hreinlega ekki að vera til, var þá dregin í leikinn "felum bangsann" sem gekk vel - nema hún verður fljótlega þreytt þegar hún þarf alltaf að hlýða, og leggst og sofnar!!! Hún er örugglega komin aftur upp í rúm núna - dregur mig á lappir og út í labbó og kemur mér af stað - skríður svo sjálf aftur uppí og heldur áfram að sofa.

Engin ummæli: