sunnudagur, nóvember 30, 2003

Af hverju...??
Af hverju eru allir (þá er ég aðallega að tala um þau í Mývó) að reyna að segja mér hvað ég eigi að gera? Hvernig ég eigi að hugsa?? og koma með setningar eins og "ef þú gerir svona þá ...." og koma svo með neikvæða úrslitakosti af þeirra hálfu, rétt eins og ef ég ákveð eitthvað þá yrði það vegna þeirra? Er þetta ekki mitt líf? Er þetta ekki mín ákvörðun?
Ég hef vitað lengi að þeim lílkar ekki við hann - þau þekkja hann ekki, hann er heldur ekki vanur að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir alla. Jú mér hefur oft liðið ílla, en mér hefur líka oft liðið vel - betur en ég hafði nokkurn tímann þorað að vona að mér ætti eftir að líða. Og ég er hrædd um að finna það ekki aftur.
Og í dag - þótt undarlegt megi virðast - þá vil ég fá hann heim aftur, en þori ekki fyrir mitt litla líf að viðurkenna það.
Ég vil taka þá áhættu í dag að reyna aftur, taka sénsinn. En það er í dag, ég geri mér grein fyrir því að það er allt of snemmt að ákveða það núna, en ég vildi bara óska að á meðan ég væri að hugsa um þetta að þau myndu hætta þessum kommentum, neikvæðu svörum líkt og "nei hann myndi aldrei gera svona" eða "hann hefur nú aldrei staðið við það sem hann segir" eða "aldrei hægt að treysta honum" og svo endar yfirleitt á því að það heyrist úr hinum enda línunnar "hann á aldrei afturkvæmt hingað"

Engin ummæli: