fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Sofi dagur í dag....
Þar kom að því að líkaminn sagði "nei hingað og ekki lengra" og neitaði að gera neitt í morgun sama hvað ég reyndi. Maður getur greinilega ekki gengið lengi án þess að sofa. Svo ég hringdi í Helgu skólastjóra sem var reyndar búin að segja mér að ef ég þyrfti að hvíla mig þá mætti ég hringja í hana. Og það var ekkert mál, ég fékk frí í dag og skreið aftur í rúmið og svaf til núna. En ég er jafnvel að spá í að fara aftur í bælið, lesa og slappa alveg af í dag - ekki læra og ekki neitt. Ég hef ekki gert það síðan löngu fyrir vetrarfrí.

Engin ummæli: