Komin heim aftur!
Eftir hreint út sagt frábært vetrarfrí. Leiðinlegt að geta ekki hitt alla sem ég vildi hitta - og sennilegast fæ ég fúla pósta frá sumum sem fengu ekki að hitta okkur fyrir sunnan. Já gott fólk - við náðum i bílinn inn á Akureyri á miðvikudaginn, borguðum fyrir hann og brunuðum suður. Eftri átta mánaða fjarveru fannst mér ekki mikið hafa breyst. (en bíllinnn er frábær!!)
Við semst vorum komin suður á miðvikudagskvöldið. Öll þrjú afar þreytt, tíkin samt alveg ótrúlega þæg í bíl, svaf mest alla leiðina og var róleg. (alveg snilld að keyra bílinn!!)
Á fimmtudaginn skiptum við liði og reyndum að hitta alla sem við gátum hitt, og áttum rólegt kvöld þar sem við erum með hund núna þá er ekkert sem heitir að fara og fá sér öl einhverstaðar. Hún var búin að vera svo dugleg að bíða í bílum á milli heimsókna og kaffihúsa að ég hafði ekki brjóst í mér að skilja hana meira eina eftir. En það var ósköp notalegt að hitta fólk eftir svona langa fjarveru. Svo við pöntuðum okkur Ning's (matur sem fæst ekki fyrir austan) og tókum spólur og keyptum ís.
Á föstudaginn var sko farið í sund - legið i heitu pottunum og farið í morgunmat til Dóu á Kofanum - takk fyrir mig mín kæra!! Svo ákváðum við að fara með bílinn í olíuskiptingu og smur og allar græjur. Fórum í alls kyns búðir, og svo var dagurinn allt í einu búinn. Fórum samt og sáum Matrix í Kringlubíói, gátum ekki verið þekkt fyrir að fara ekkert í bíó. Svo var haldið til Kalla og Raggý á Grundarstígnum og spilað. Georg mætti líka og kominn með alskegg - alveg mega flottur!!!
Á laugardaginn var svo vaknað og öllu hent út í bíl. Buðum okkur í morgunkaffi til Gunna Lyng og Maríu og hittum þar nýjasta litla krílið þeirra hana Önnu Rakel, sem er alveg oggó pínu pons. Fórum í hádegismat til afa og ömmu - sem er alltaf gott að hitta, grautur og alles. Kíktum í nokkrar fleiri búðir og brunuðum svo aftur norður. Ferðin gekk vel norður, og vorum í kvöldmat hjá tengdapabba ásamt Rut Reginalds og hljómborðsleikaranum hennar. Monsa tíkinn hans Harðar var alveg komin á steypirinn, hún sennilegast átti hvolpana sína þá um nóttina blessunin, enda var hún svo stór, ólétt og geðill, þannig að Kítara fékk bara að bíða í bílnum á meðan. Við brunuðum svo í Mývó um kvöldið - alltaf gott að gista þar.
Sunnudagurinn byrjaði á gufu. Pabbi vildi svo skipta um hosur á bílnum, sem er alltaf gott ráð að gera til að byrja með þegar maður kaupir nýjan bíl segir hann - ég treysti honum í þessum málum. Þá komumst við að því að það er ný vél í bílnum - sennilegast ekki keyrði nema um 50þ kílómetra. Alveg snilldar uppgötvun - við vissum að við vorum að fá gott eintak af bíl - en þetta er stór plús!!! Enda er bíllinn alveg snilld!!
Vorum þar til um þrjú og brunuðum svo heim.
Alltaf gott að komast heim, Kítara sem var alveg til fyrirmyndar í alla staði var því fegin að komast heim - enda er hún búin að sofa síðan.
Svo núna tekur vinnan við aftur og skólinn.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli