Komin á fætur - once again..
og svo skrýtið það sem mig dreymdi. Málið er að við Hjölli ætluðum að fara í ferðalag til US, eitthvað sem okkur hefur langað að gera lengi og jafnvel ætluðum að fara næsta sumar. En í draumnum vorum við einmitt að leggja í hann, og við vorum komin upp í flugrútuna þegar hann segist ekk i geta haldið svona áfram, hann yrði alltaf eins og hann er, og rýkur svo í burtu. Ég að sjálfsögðu sit eftir með sárt ennið, og leiðin til Keflavíkur var hræðileg, en þegar þangað var komið þá beið Hjölli þar eftir mér og segist ætla að koma með, að ekkert sé þess virði að gera það án mín.
Og gott fólk - í dag er fyrsti dagurinn sem ég vakna ógrátandi - veit ekki alveg af hverju - mér allavega líður mjög ílla akkúrat núna, vildi óska þess að draumar yrðu að veruleika - þó það væri ekki nema bara í örfáskipti fyrir hverja manneskju.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli