föstudagur, nóvember 21, 2003

Það er föstudagur í dag...
og venjulega veitir það mér ómælda gleði að hafa helgina framundan. En ekki í dag. Ég hef alveg óhugnanlega mikið eftir ólært af heimanámi, aukatími á sunnudaginn í stærðfræði, hitta Hafdísi sem er með mér í Nátt til að læra eitthvað um blóðflokka og tengingu þeirra, 3 verkefni í sögu, 1 í íslensku (helvítis Laxdæla) og 2 í náttúrufræði. Ég sé ekki framá að fara til Mývó í dag né um helgina. Ég kvíði hinu daglega lífi sem er í næstu viku og hafði vonast til að gera eitthvað upplífgandi til að hressa sálartetrið við um helgina í stað þess að vera hérna ein og rolast um með bækurnar, hugsandi hvað verður og hvernig verður þetta.
Það eru ótal spurningar í hausnum á mér, og mér finnst kollurinn vera í einum hrærigraut. Það er svo margt sem togast á, fólk segir mér að gera svona og aðrir segja mér að gera hinsegin. Og þar af leiðandi þori ég ekki að segja það sem mig langar virkilega til að gera....

Engin ummæli: