sunnudagur, nóvember 30, 2003

Saga og hressandi gönguferð
Við Kítara vöknuðum ekki fyrr en upp úr tólf! Vel sofnar og afslappaðar. Við fórum í sturtu - þe ég setti hana í sturtu með miklum látum - og við hamaganginn þá var það spurning hvort ég þyrfit að fara í sturtu líka - var orðin gegndreypa á þessu veseni. En henni líður alltaf vel á eftir - þó hún þykist vera í fýlu - það er allavega ekkert sem harðfiskur getur ekki lagað.
Svo fór ég upp í skóla, við ákváðum að hittast og klára Þema3 verkefnið í sögu. Afar spennó ... (not) Ég beið bara eftir því að losna svo ég gæti tekið litlu dúlluna mína og farið með hana út í góðan labbó.

Hafdís, "mamma" Yeltsin (félagi Kítöru) sem er einnig með mér í sögu - ákvað að draga sitt hundspott með líka og fórum við stóran og góðan hring fyrir utan bæinn þar sem allir gátu leikið lausum hala og var það ekkert smá gaman!! Allavega var mín svo ánægð því Yeltsin er bara 3 ára og nennir að leika við hana!!

Engin ummæli: