Komin heim aftur...
Ok sumir vita að Hjölli stakk af til Reykjavíkur undir þeim formerkjum að hann væri að fara inn á Vog - ég hálfviti og grunlaus- græn á bak við eyrum keyrði hann í sakleysi mínu út á flugvöll á þriðjudagsmorgni 11 nóv. Síðan heyrði ég ekkert í honum nema fékk veður af því að hann væri á fyllerii og hann hafði heldur ekkert hringt í mig. Mér leið afskaplega ílla. Þegar ég hringdi á þessa staði t.d. Nellýs og fl. þá heyrði ég á staffinu að hann hefði verið þarna og neitaði að tala við mig. Ég skildi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Aftur - leið mér hræðilega. Svo ég skellti mér til R-vík á fimmtudeginum til að fá að vita eitthvað og ég fann hann - talaði við hann og allt virtist verða ok - nema hann gaf skít í allt og alla þar á meðal mig og allt sem við höfðum með að stinga af aftur og fara á heljarins fyllerí og djamm um helgina.
Ég gat ekki meir og fór aftur til Mývó á sunnudaginn. Niðurbrotin.
Ég er komin heim núna - enn niðurbrotin á hvernig fólk getur verið svona grimmt.
Ég tel mig vera konu einsama í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli