Sunnudagur, og helgin að verða búin...
Ég svaf allt of lengi - alveg til hálf tólf, náttlea með vakni um átta til að hleypa henni út að pissa - en svo skriðum við aftur í bælið og kúrðum okkur niður og hrutum eins og hross.
Svo þar fóru nokkrir klukkutímar í súginn með lærdóminn. En það verður bara að hafa það.
Takk fyrir öll kommentin - ég ætla að setja upp seríurnar á eftir - seinnipartinn þegar farið verður að dimma - hlakka til að lífga aðeins upp á tilveruna - ekki veitir af.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli