föstudagur, janúar 09, 2004

Rólegur föstudagur..
Núna sitjum við báðar og horfum á tv. ég með bjór og hún með bein. Reyndar er pissupása hjá okkur - hennar tekur lengri tíma en hjá mér svo það gefur mér tíma til að pósta til ykkar nokkrum línum.

Dagurinn í dag var rólegur - ég vann frá eitt til þrjú í dag, vorum bara tvö við Matthías, og viti menn ég spilaði Idol spilið!! Komst að því að ef maður bætir við góðum félagsskap og með góða geisladiska og mikið af öli og skotum þá er þetta fyrirtaks partýspil - gæti skapað flotta stemmningu!!!

Annars kom ég svo heim, fór í mjólkurbúðina til að ná mér í helgarmjólk (sixpack) bakaði ostahorn og skúffuköku, horfði á Love Actually í tölvunni, fór aftur í labbó og sit svo núna og slaka á. Reyndar er ég að horfa á gamla spólu með fullt af þáttum af Skjá 1 sem tekið var upp fyrir næstum ári síðan af minni ástkæru systur á meðan hún bjó enn á Húsavík.

jæja þarna töltir hún inn, með spýtu - sem hún má ekki vera með inni - en ætlar aldrei að læra það - þessi elska - that's my cue!!
Góða nótt og hafið það gott yfir helgina!!!

Engin ummæli: