laugardagur, janúar 17, 2004

Leti, leti og aftur leti!!
Dagurinn reyndar byrjaði á því að ég heyrði í snjómokstursheflinum fyrir utan, þe í götunni fyrir neðan mig, ég spratt framúr, á methraða, sem hefur aldrei komið fyrir áður því ég mundi eftir því að ég parkeraði bílnum mínum á sama stað og síðast þegar hann snjóaði og mokaðist inni. Ég leit út um gluggann og þá blasti við mér meiri snjór en ég hafði aldrei séð hér síðan ég flutti... "ó mæ godddd - BÍLLINN MINN!!!"
Klæddi mig og rauk út, með hundinn fyrst, síðan henti ég henni inn og hóf moksturinn, - the rescue of the car!! Jú ég náði honum úr skaflinum - semst fann hann þar, og bakkaði - í lága drifinu - úr skaflinum og gaf allt í botn og náði í gegnum annan skafl sem var á veginum, HAH!!! semst bíllinn minn er ofur bíll - kemst allt!!!
Reyndar var svo spurning um hvar ég ætti að parkera honum aftur, þar sem stæðið fyrir framan gömlu slökkviliðstöðina var kaffullt af snjó (skaflar hærri en bíllinn - ofur bíll - en ekki svo ofur) svo ég fíraði honum fyrir ofan veginn, inn í skafl, bakkaði út, inn aftur til að meika speis fyrir hann þar.
Nú mega þessir snjómoksturssúperdúdgaurar koma á stóru græjunni sinni - sem þeim finnst svo gaman að leika sér á og moka þessa götu eins og þeim lystir!!! hah!!!

Annars er ég búin að horfa á Sex and the City, og einhverja vitlausa mynd sem heitir Down With Love, total waste of time - if you ask me, en ég nenni ekki, bara nenni ekki að fara að læra. Er a bíða eftir að myndin The Last Samuraj detti af netinu, þá verður sko popp og kók móment hérna megin.

Engin ummæli: