Góðan daginn!!
Og þá er enn einn mánudagurinn runninn upp. Pastakvöldið var ágætt, góður matur og skemmtilegar umræður. Ég var á bílnum og var komin heim um hálf tólf, og fór ekki út með tíkina því það var ógisslegt veður.
Sunnudagurinn fór í að fatta hvernig ég tengi TV aftur við tölvuna og horfði Cheaper by Dozen m/ Steve Martin, hún er ágæt, svona ekta Steve Martin mynd.
Ég var svolítið svekkt yfir að Íslendingar kæmust ekki áfram í handboltanum.
Svissaði yfir á Stargate sem entist mér fram að háttatíma.
Svo núna er mánudagurinn framundan, og vonandi verður hann betri en hann byrjaði. Fór út með tíkina, hált úti, og hún kippti í mig svo að ég datt og gerði gat á buxurnar mínar, lítið á skálminni, en samt gat!! ekki glöð.
Vonandi eigið þið ánægjulegan dag í dag!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli