Loksins loksins
Ég er orðin nógu hress til að mæta í vinnu í dag!! Kítara verður örugglega fegin að losna aðeins við mig, ég er ekki skemmtileg þegar ég er lasin!! En ég er orðin meistari í að kasta bolta á meðan ég les eða horfi á imbann!!
Annars var hún ekkert smá dugleg um daginn. Ég hleypti henni út í spotta, og hún unir sér vel þannig úti í garði, þó spottinn sé stuttur. En einhvern veginn hafði hún náð að losa sig úr spottanum (how I never know) og ég tók ekki eftir því fyrr en eftir langan tíma, og þá hugsaði ég með mér að núna væri hún rokin á vit ævintýranna. En þessi elska hlýddi kalli undir eins, ekkert mál!! Hún er greinilega að þroskast þessi elska!!
Annað snilldar dæmi: ég fæ bréf frá fasteignabla bla einhverju dæmi sem segir mér að húsið mitt sem var metið á þrjár millur í haust sé komið í fimm millur!!!!! Bara snilld!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli