mánudagur, janúar 12, 2004

Mánudagur og rok!
Af hverju er alltaf svona erfitt að koma sér á lappir á mánudögum? Kannski vegna þess að maður hreinlega nennir ekki í vinnu, þurfti að fara á lappir til að borga reikninga líka, og það er ekkert skemmtilegt veður úti.

En hjónaballið var ok. Brilliant matur, skemmtileg atriði og hresst fólk. Hljómsveitin hefði mátt vera betri - var mikið í því að spila gömludanslög, sem fólk virtist ekki fíla sem best. Ég dansaði þó nokkuð, en var bara mikið á tjattinu. Var komin heim um þrjú og þá var fólk enn í fullu fjöri.

í gær var aflappelsisdagur. Setti tíkina í bað og fórum svo út í frisbee, þe keyrðum út fyrir bæinn og þar hljóp hún á eftir frisbee disknum eins og brjáluð væri.

Svo núna er bara hversdagsleikinn tekinn við með tilheyrandi blankheitum og skólinn að byrja fyrir alvöru í kvöld. Veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í bókakaupum þar sem þær virðast kosta peninga og ég frétti ekki af bókasölu stúdenta sem var á sl fimmtudag og missti þar af tækifærinu til að losa mig við dýrar bækur ss stærðfræðina, íslenskuna, söguna og líffræðina (allt að 18þ í þessum bókum!!!) og hef ég passað upp á þær eins og gull !!

Engin ummæli: