fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ofsarigning!
ég komst að því í gær hvað ofsarigning er. Það er þegar maður stígur út fyrir dyrnar og tekur tvö skref og er orðin hundblautur í gegn. Meira að segja Kítara vildi ekki fara út þegar ég kom heim úr vinnu í gær og hélt í sér þar til hún hreinlega gat ekki meir, til hálf sex - þá var hún ekki búin að fara út síðan kl hálf ellefu um morguninn!!
Svo auddað þá var ógesslega hált svo maður stóð ekki einu sinni í lappirnar.. en það er skárra úti núna - og mesta svellið farið.

Og svo byrjar skólinn í kvöld - verð að segja að ég hlakka ok til, það verður fínt að hafa eitthvað fyrir stafni.

Engin ummæli: