Rólegt og gott föstudagskvöld.
Vorum að koma heim úr labbó. Í miðjum leik (handbolta) sem fór ekki vel, og mín var nokkuð pirruð, þá hringdi Lára, sem vinnur í mötuneytinu á hæðinni fyrir ofan mig, sú sama og dró mig í bíltúr fyrir jól til að skoða jólaskreytingar, rosa indæl og góð kona, auk þess sem maðurinn hennar er gull af manni, og þau buðu mér í þorramat í kvöld. Þar var drukkinn bjór, og borðaður súrmatur. Mikið hlegið og talað. Var virkilega gaman. Þau eru einmitt að fara til Canary á mánudaginn í þrjár vikur, frábært hjá þeim.
Svo er svo frábært veður úti, stillt, hlýtt, alveg snilldar veður, og við Kítara fórum í langan göngutúr. Hún fékk svo að gæða sér á beinum sem Lára nestaði mig með heim úr matarboðinu.
Erum báðar saddar og sælar með lífið og tilveruna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli