þriðjudagur, janúar 27, 2004

Lærdómur og vinna.
Hvernig stendur á því að ég hreinlega kemst ekki í lærdómsgírinn? Nú eru verkefnin farin að detta inn og ég ætti að vera farin að vinna í þeim svo ég þurfi ekki að eyða heilum laugardegi í þetta. Er það vegna þess að ég er í færri fögum og það er minna að gera ? þar af leiðandi þá finnst mér ég ekki vera svo bundin þessu og finnist ég hafa allan tímann í veröldinni til að klára þetta? Eða er það vegna þess að þau verkefni sem nú liggja fyrir eru svo fáránleg að ég hreinlega veit ekki hvar ég ætti að byrja svo ég ýti þeim frá mér? Sbr íslensku verkefni - "finnið orsök ragnarraka skv Völuspá og vitnið í erindi - come on - Völuspá eru 62 erindi!!! Og annað eins fáránlegt úr Hávamálum sem eru fleiri erindi en í Völuspá!! Já og lílffræðin - gæti ekki verið flóknari - eyði ekki fleiri orðum um það helvíti!! Svo er það enskan, og honestly - þá hef ég ekki hugmynd um hvurn andskotann ég er að gera í þessum tímum.... "hvor þessara setninga er rétt: I need to buy.... eða I need buy... ??" halló!!

Svo er það vinnan, ég er hreinlega ekki að meika þetta þessa dagana. Dröslast með þennan helv.. hitakassa sem er mega þungur og er að fara með bakið á mér, upp og niður stiga, upp og niður stiga og aftur upp og niður stiga.... andsk.. verð að drífa mig í skólann... later...

Engin ummæli: