Mig vantar tannstöngla!!
klukkan er bara að verða sex og ég er alveg að leka niður af þreytu! Dagurinn í dag var samt ekki svo erfiður, ég bara á erfitt með að hafa mig framúr á morgnana (þrátt fyrir góðan átta tíma svefn) og þrátt fyrir gott kaffi þá er ég bara alveg búin á því. Og ég verð að mæta í skólann á eftir en sem betur fer er bara 1 tími í dag.
Svo skrýtið - alls staðar annarsstaðar í kringum okkur hérna í Austurbyggð (Fáskrúðsfirði) er bilað veður, skólum aflýst, fólk fast í snjó, og alls staðar ófært! Meira að segja leiðin til Egilsstaða var þungfær í gær, en við hérna erum í blíðskaparveðri, já minnir einna helst á vor! - smá slyddurigning núna rétt fyrir fimm, en hætti strax!! ég horfði út um gluggann og sjórinn var spegilsléttur í allan dag!
Annars er ekkert að gerast hjá okkur mæðgum. Ég kvíði dulítið fyrir næstu vikum, þar sem ekkert liggur fyrir nema bara vinna, læra, eta og sofa. Allt svo drungalegt eftir jólin, seríur teknar niður og janúar tekinn við. Þessa dagana sakna ég ógurlega Reykjavíkur með öllu sínu stressi og amstri, en þar fann maður alltaf eitthvað að gera, annað en að vinna og fara svo bara heim og vonast til að einhverjir séu á msn, eða ný blogg komin á netið, og já spenningurinn yfir hvort eitthvað nýtt hafi komið af DC++ á meðan ég var í vinnunni.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli