Laugardagur- tiltektardagur!!
Jamms ég tók til í dag. Sá í dagsljósinu í dag að eftir að hafa verið 3 daga lasin, auk sl helgar, semst fimm daga heima samfleitt, þá fannst mér húsið frekar óálitlegt í útliti. Semst ég bretti upp ermarnar, ryksugaði, alla neðri hæðina, gerði mega hreingerningu á baðinu, mega hreingerningu í herberginu mínu, setti í tvær vélar, skúraði alla efrihæðina, auk þess sem ég þurrkaði af. Tók mig tvo tíma að þrífa þetta allt. Hmm, þremur tímum seinna sást ekki að ég hefði ryksugað herbergið mitt - þe tölvuherbergið, því litli fellibylurinn minn hafði skilið eftir merki um nærveru sína og markað sitt eigið leiksvæði aftur. Hvernig er það - í 181 fermetra svæði, þá virðist það ekki vera nóg pláss fyrir lítinn sex mánaða tík??? En svona er lífið og hún er yndisleg!
Ég er núna nýbúin að taka mig til. Er að fara á pastakvöld á Café Sumarlínu með staffi skólans. Ætla á bílnum, ógisslegt veður úti, og hef ekki efni á að drekka neitt - auk þess sem ég er ekki nógu hress til að fara út að djamma. Er enn svolítið nefmælt, og finn fyrir svima reglulega. En ég vil endilega fara og njóta samveru annars fólks í smá tíma, sem eru eldri en átta ára og tala human language, er orðin leið á að tala hundamál.... :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli