fimmtudagur, janúar 15, 2004

Mega þreytt!!
Hvernig getur eitt barn gert mann svona þreytta?? Ég tek eftir því þegar þetta ákveðna barn er ekki í selinu þá er dagurinn miklu yfirvegðari og afslappaðri, hin börnin miklu rólegri og ekki eins tense. Og þegar ég kem heim eftir dag eins og í dag þá er ég bara búin, bæði andlega og líkamlega. Og litla Kíttið mitt þarf alla mína athygli og mér finnst svo erfitt að geta ekki veitt henni það sem hún á skilið, ég reyni, en ég er ekki með nóg eftir handa henni.

Engin ummæli: