fimmtudagur, mars 25, 2004

Allir hressir?
Ósköp venjulegur dagur í dag. Nema loks er Kítara orðin lögleg, loksins hafði það af að fara með pappríarna þe heilbrigðisvottorðin hennar, niður á hrepp til að skrá hana. Hún fékk svona voða fínt merki til að hafa á ólinni sem stendur á BHR 15, sem er leyfið hennar. Hún var voða montin af því að fá svona flott skraut á ólina sína, og nýtur þess að láta heyra í því.
Annars er helgin að nálgast og ætla ég að nota hana í lærdóm:

Íslenska 303: skilaverkefni 3
Íslenska 303: klára ritgerð um riddarasögur
Enska 403: lesa Breakfast at Tiffanys (um 100 bls)
Enska 403: gera 2000 orða essay um BAT
Enska 403: unit tests 9 og 10


Svo verður bara slappað af og beðið eftir næstu helgi því þá kemur PÁSKAFRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ..........

Engin ummæli: