Rosalega skrýtið
í dag er 1 ár síðan ég kom hingað með mitt hafurtask, reiðubúin til að takast á við nýja hluti og hefja líf á nýjum stað. Mér finnst eins og það hafi gerst bara fyrir nokkrum vikum. Ég man svo greinilega tilfinninguna 1.mars þegar ég var komin frá Mosfellsbæ og horfði yfir til Reykjavíkur, í gamla Frosta (blessuð sé minning hans) með allt draslið á bakinu á mér (svo stútfullur var bíllinn) og svolítið rykug eftir gleðina í konuferðinni kvöldið áður. Og 2. mars eftir að hafa gist í Mývó, þegar ég kom hingað í fyrsta skipti!
Og þetta ár hefur verið allt annað en viðburðarsnautt hérna, góðar og slæmar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli