laugardagur, mars 06, 2004

Tobbi lifandi!!
Ok ég er búin að lífga við Tobba - Toshiba ferðavélin mín - hún er loks komin á neti hérna heima!! Ok ég er ekki svo mikill snillingur að ég gæti látið 3 tölvur tala saman í gegnum adsl þráðlausan router, pluggaði höbbinum aftur í samband og ætla að reyna síðar (skortur á cd drivum sem eru tengd og virka var ein ástæða fyrir þessu) En ég komst þó að því að í routernum sem ég keypti eru fleiri "göt" til að tengja í netstnúrur - þ.e. ég þarf ekki að nota höbbinn þegar allt er komið í gagnið!! ef ég hefði splæst á mig um jólin þá hefði ég fengið "lakari" router sem hefði þurft að nota höbb með til að koma öllum vélum á netið!!
En meðan ég var að þessu - finn ég þá ekki eina netsnúru í viðbót - sem er löng og góð (held ég um 10m) og pluggaði henni í höbbinn og voila - Tobbi komst á netið og heimanetið og alles - brilliant - svo ég verð bara að bíða aðeins með að geta verið með hann uppi - kannski bara allt í lagi að takmarka tölvunotkunina við neðri hæð hússins og njóta þess að horfa á imbann í rólegheitunum.. En ég þarf ekki lengur að "nappa" netkorti uppi í skóla því mitt virkar fínt þar!! og ég er sátt - þráðlaust netkort á 2000 er flott!!

Engin ummæli: