Nagandi kvíði...
Núna er ég kom heim fór ég út með tíkina, settist niður, hringdi í ömmu og afa sem eru að fara á sólarströnd, setti pizzu í ofninn, og smá stund síðar þá var hún tilbúin og ég ætlaði að fá mér að borða. Þá fann ég að ég var ekki með matarlyst, ég var með verki í maganum og stingandi verk fyrir brjósti..... svo leit ég á klukkuna og komst þá að því að það voru einungis 30 mínútur í próf.
Já, þetta er pjúra kvíði fyrir prófinu. Mér líður eins og ég sé að rita mín síðustu orð hér, mér líður eins og ég komi ekki lifandi úr þessu prófi. Ég hef aldrei, ALDREI, fengið svona kvíða áður, ekki einu sinni fyrir öll þessi stærðfræðipróf sem ég hef tekið.
Ég er búin að læra og læra og læra. Og enn finnst mér ekkert hafa sest að þarna uppi, ég er að reyna að stressa mig ekki of - því þá er alltaf hættan fyrir hendi að maður lokist.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli