laugardagur, mars 13, 2004

Skúffukökubakstur og riddarasögur
Jamms dagurinn í dag var fínn, rólegur og notalegur við lærdóminn. Byrjaði reyndar á að fara í klukkutíma labbó með Kítöru, í grenjandi rigningu og komum við rennandi blautar heim, ekki þurr þráður á okkur. En svo var byrjað á rannsóknum um riddarasögur til forna. Þetta er verkefni í íslensku, og þetta var býsna gaman. Las helling um gamlar sögur og riddara. Alveg fullt af efni til að nota á netinu ásamt myndum, sögum og fleira og fleira!!

Svo ákvað ég að elda mér og baka 1 stk skúffuköku. Sá frekar sparnað í að baka köku fyrir um kr 200 sem endist í hálfan mánuð en að kaupa nammi fyrir um kr 200 sem endist kannski í hálfan dag. Ok, það var allt til - nema formið. Svo ég ákvað að nota form sem ég átti til, en það er reyndar minna en dýpra en þau þessi einnota sem ég hef verið að nota. Og afraksturinn varð "eldfjall"
varð að setja inn myndir handa ykkur svo þið gætuð brosað að minni baksturssnilld!!!!


Og árangur skúffukökubaksturs:

Engin ummæli: