Krossleggja putta
peningamál eru ok til að fara til Mývó, en ég þarf að krossleggja putta varðandi veður og færð. Samkvæmt Vegagerðinni þá er hált á Möðrudalsöræfunum. Og samkvæmt Veðri Moggans þá á að vera einhver úrkoma þe snjór næstu daga..... Allt í lagi þó ég verði veðurteppt í Mývó en mig langar svo mikið til að komast þangað um helgina. Afmæli Þórhöllu á sunnudaginn og afmælið mitt á þriðjudaginn, og hægt að slá saman í smá veislu.... Og ég hreinlega nenni ekki að hanga heima.
Svo náttlea þarf að huga að stöðunni varðandi tíkina....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli