Laugardagur til leti..
Jamms, ég var vakin með ýlfri þvi sumar þurftu að fara út að pissa, og fannst ég hafa sofið alveg nóg. Sem var reyndar alveg rétt, klukkan var orðin níu. Brilliant veður úti. Við skelltum okkur bara í góðan labbó.
Svo ákvað ég að byrja á þessu þráðlausa netkerfi mínu. Hmmm... er routerinn í staðinn fyrir adsl módemið?? ég er allt of rög við að bara kippa öllu úr sambandi og prufa mig áfram.
Meðan ég var að greiða úr snúruflækjunni sem liggur við tölvuna hans Hjölla, læddist að mér hausverkur - já enginn kaffibolli kominn í systemið - svo nú er pása á öllu saman, - já maður verður að taka sér kaffipásu heima líka!!
Nýjustu fréttir af litlu minni er að hún er byrjuð á túr. Litla greyið... ég finn svoooo til með henni og þá vaknaði sú spurning hjá mér "fá tíkur túrverki??" ég verð að komast að því. Hún er obbosslega lítil í sér greyið, maður má ekkert segja við hana þá sekkur hún inn í sig. Æ maður kannast svo sem við þetta. Maður sjálfur verður oft ofboðslega aumur og lítill í sér á þessu tímabili og af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi hjá þeim? þetta er allt sama systemið hjá okkur, hormónar, verkir og geðsveiflur (hún var hryllilega geðvond áður en hún byrjaði)...
Annars er ég ekki að nenna að gera neitt. þreif allt þegar ég kom heim í gær, og núna þá þarf ég að læra smá, og ég er hreinlega ekki að nenna að brasa í netkerfinu, né lærdómnum eða neinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli