mánudagur, mars 29, 2004

Og enn og aftur afmæli!
Elsku amma mín heldur upp á afmælisdaginn sinn á Kanarí en ætla samt að syngja fyrir hana:

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún amma
hún á afmæli í dag!!


Og systursonur minn á líka afmæli í dag:

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Hjörtur Smári
hann á afmæli í dag!!!


Þessi dagur er mikill afmælisdagur, báðar ömmur mínar eiga afmæli í dag, önnur er því miður látin, langamma mín átti afmæli þennan dag líka og svo bættist systursonur minn við, það besta er að langamma mín heitin gat haldið á honum daginn sem hann fæddist, á afmælisdeginum sínum!!
Það er reyndar líka afmæli í ættinni þann 27. mars, en þá á Linda frænka afmæli, við erum systkinabörn. Svo mars mánuður er afmælismánuður ættarinnar!!

Engin ummæli: