miðvikudagur, mars 24, 2004

Afmæli í gær
jamm ég átti afmæli í gær og vil þakka frábærar kveðjur; símtöl, sms, msn og e-mail frá ykkur dúllurnar mínar.
Þetta var rólegur dagur, tíkin alltaf jafn skemmtileg, vinna og læra. Fór hins vegar ekki í skólann - nenni ekki að fara í einn ensku tíma á þriðjudögum... Lára á hæðinni fyrir ofan í vinnunni bauð mér í kaffi og smákökur, og leysti mig út með konfekt kassa sem kom að góðum notum um kvöldið í dekurlátunum. Ég eldaði mér pizzu og franskar, svo var poppað og haft notalegt.
Þá getur maður bara farið að hafa áhyggjur af næsta afmælisdegi þegar maður verður orðin fullorðin....

Engin ummæli: