Ilmandi kaffi.....
Jamms ég fór inn á Egilssaði í gær. Fór bara ein, það var svo leiðinlegt veður, hefðum ekkert getað leikið okkur.
Þetta var svona Guðrúnardúllerídagur. Byrjaði á að fara í sund, lá og lét fara vel um mig í nuddpottinum í heilar 30 mínútur!.
Verlsaði í Bónus, og Bónus á Egilsstöðum er ekkert nálægt því að vera lik búðinni á Laugarveginum eða neinni í R-vík, engar raðir, gott vöruúrval og fín þjónusta! (og ekkert ílla lyktandi fólk)
Fór í símabúðina og splæsti á mig þráðlausa net pakkanum:0) svo núna þegar ég er búin að tengja þetta þá get ég verið með fartölvuna uppi líka - hrein snilld!!
Svo uppáhaldsbúðin mín - Te og Kaffi búiðin. Jahá!! fór og birgði mig upp af alls konar kaffi ! mmmm gómsætt kaffi!!
Svo var þessi læknisskoðun sem eru allar eins...
Þegar ég var á leiðinni heim þá lendi ég í þessu líka rosa veðri. Ég var alvarlega að spá í því að ef ég myndi stoppa bílinn hvort hann myndi fjúka út í hafsauga! Fékk á tilfinninguna að ég væri að fá allann sjóinn framan á mig - svo mikil vosbúð dundi yfir bílinn - rúðuþurrkurnar höfðu varla við. Svo ég er enn að spá - er betra að keyra hraðar eða hægar í svona veðri?? stundum þá átti ég í fullu fangi með að halda bílnum á veginum, eins gott að það var ekki traffík, því gatan var varla nógu breið!!
Svo kom ég í skriðurnar (helvítis skriðurnar eins og ég kalla þær) og þá er ég að tala um þessar margumtöluðu Vattarnesskriður, og þá var eins gott að vita hvar dekkin eru undir bílnum, því ég varð að stoppa, setja í fyrsta gír, lulla á 5kmh og sneiða og sikk sakka framm hjá steinum sem voru ekki bara steinar heldur hnullungar, heilu björgin búin að falla á veginn!! og ekki bara á einum stað heldur ÞREMUR!! þá hugsaði ég með mér að guði sé lof væri að ég hefði ekki verið þarna á meðan þessar skriður féllu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli