mánudagur, mars 01, 2004

Góðan daginn!
Við erum vaknaðar, þó sumar eru skriðnar aftur upp í sófa, ekkert hressar með að ég þurfi að læra.
En helgin var fín, róleg og notaleg. Startaði downlódum og náði í Cold Mountain og fl. Hún er ágæt sú mynd. Ég bakaði á laugardaginn, súkkulaðibitakökur og skúffuköku. Bara svona til að hafa eitthvað að gera. Spilaði Morrowind, fór í langa göngutúra og lék mikið við tíkina.
Í gær fórum við svo í sprautu og hún var rosa dugleg, held að hún hafi hreinlega ekki fattað hvað var í gangi - svo mikið af góðri lykt hjá dýralækninum.
þegar við vorum komnar aftur til Fásk. þá fórum við í frisbee og lékum okkur lengi þar.
Svo er ég í fríi á morgun þar sem ég þarf að fara til Egilsstaða í tékk, fékk "skammar/tossabréf" frá leitarstöðinni um að það væru nokkrir mán síðan ég átti að mæta í mitt árlega tékk. Svo ég skveraði mig og pantaði tíma hjá heilsugæslunni þar.
Það verður bara ágætis tilbreyting að fara til Egilsstaða, ætla í sund og pottana og svoleiðis, gera mér dagamun :o)

Engin ummæli: