miðvikudagur, mars 10, 2004

Próf - próf - próf..
Lífið snýst um þetta ands.... náttúrufræðipróf sem er annað kvöld. Það er lokapróf úr 4 köflum sem eru ofar mínum skilning. Fékk reyndar brilliant glósur frá DC++ notanda og þær glósur náðu að skýra fullt fullt af hlutum.
Ég lét líka kennarann vita að kennsluform hans væri alls ekki fyrir alla, lýsti yfir óánægju minni yfir að vera í nokkurs konar hraðferðaráfanga eins og hans kennslustíll er - eða þeirra kennslustílar þar sem þeir eru tveir kennararnir og vaða úr einum kafla í annann og eru ekki að taka kaflana eftir röð! Þetta er ekki hraðferðaráfangi, og fólk sem er lokað fyrir þessari grísku á ekki auðvelt með að melta allt efnið og læra það í svona kennsluformi. (ég er alveg brjáluð) Hann hikstaði eitthvað, talaði um að það væri nú örugglega hægt að gera eitthvað fyrir fólk ef fallið yrði mikið....

En nóg um það - ég held bara áfram að panica, sofa með glósurnar undir koddanum og naga neglurnar....

Tíkin er ekki að hjálpa til við lærdóminn, liggur við að ég fari frekar upp í skóla til að læra - þar sem hún er á þessu "mánaðarlega" þá er hún alveg að flippa út greyið.

Engin ummæli: